• 00:20:56Hjólavottun
  • 00:34:56Áhrif hraða á mengun
  • 00:49:02Lausnamót
  • 01:04:49Mannauður eftir miðjan aldur
  • 01:24:20Spánarspjall

Morgunútvarpið

14. apr.- Hjól, svifryk, lausnamót, mannauður og Spánn

Þann 5. maí næstkomandi, eftir aðeins þrjár vikur, hefst átakið Hjólað í vinnuna sem hefur verið vinsælt á vinnustöðum, en þeim býðst til sín sérfræðing til þess kanna ástand á hjólum, Doktor Bæk, sem er líka með leiðsögn um gott viðhald. Þá er hægt sækja hjólavottun fyrir vinnustaðinn. En hvað er hjólavottun og hvernig fer hún fram? Við hringdum í Sesselju Traustadóttur framkvæmdastýru Hjólafærni á Íslandi sem leiddi okkur í allan sannleikann um það.

Nýverið kom út skýrsla um áhrif hraða á mengun vegna umferðar í höfuðborginni. Þröstur Þorsteinsson prófessor hjá Umhverfis- og auðlindafræði Háskóla Íslands vann skýrsluna. Borgarstjóri hefur þegar gefið út hraðalækkun í borginni til skoðunar vegna skýrslunnar. En skýrslan segir nagladekk vera mesta áhrifavaldinn engu síður. Við fengum Þröst til þess fara aðeins yfir niðurstöðurnar með okkur.

Núna um helgina verður haldið lausnamótið Hacking Norðurland. Og hvað þýðir eiginlega lausnamót og hvað er Hacking Norðurland? Gígja Hólmgeirdóttir forvitnaðist um það hjá þeim Sesselju Barðdal og Ottó Elíassyni sem halda utan um verkefnið.

Á næstu árum og áratugum mun þörfin fyrir starfskrafta þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur aukast, sem kemur einna helst til af því aldursamsetning þjóðarinnar er breytast og fólk lifir almennt lengur og við góða heilsu á sama tíma og fæðingartíðni lækkar. En á sama tíma heyrum við oft af því eldra fólk eigi undir högg sækja á vinnumarkaði, fái ekki störf og finnist reynsla sín og þekking vanmetin. Jóna Valborg Árnadóttir þekkir þessi mál vel og rannsakaði þau m.a. í Meistararitgerð sinni fyrir nokkrum árum og hún kom til okkar og ræddi mannauð eftir miðjan aldur.

Við heyrðum svo nýjustu tíðindi af suðrænum slóðum þegar við hringjum í okkar mann á Spáni, Jóhann Hlíðar Harðarson. Þar komu óþekk lögga og dýrasta brauð í heimi m.a. við sögu.

Tónlist:

GDRN - Vorið.

Emilíana Torrini - Sunnyroad.

Katie Melua - Nine million bicycles.

Ellen Kristjánsd. og John Grant - Veldu stjörnu.

Rúnar Júlíusson og Unun - Hann mun aldrei gleyma henni.

Hipsumhaps - Lífið sem mig langar í.

Lynyrd Skynyrd - Free bird.

Á móti sól - þig seinn.

Billy Joel - Dont ask me why.

Birt

14. apríl 2021

Aðgengilegt til

13. júlí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.