Morgunútvarpið

9. apríl - Baðlón, Jarðaförin mín, húmor, fréttaspjall og hégómavísind

Á Skagaströnd hefur síðastliðið ár verið unnið uppbyggingu baðlóna við sjávarsíðuna. Vonir standa til böðin verði mikilvæg lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Gígja Hólmgeirsdóttir heyrði í Halldóri Gunnari Ólafssyni, oddvita sveitarstjórnar á Skagaströnd, og forvitnaðist um nánar um þessa uppbyggingu.

Þáttaröðin Jarðaförin mín naut mikilla vinsælda hér á landi og stefnir í Evrópubúar geti tekið þátt í gleðinni því þýsk-franska sjónvarpsstöðin ARTE hefur tryggt sér sýningarrétt á þáttaröðinni ytra. Hörður Rúnarsson framkvæmdastjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Glassriver var á línunni og sagði okkur af þessari skemmtilegu útrás.

Við vitum öll húmor er af hinu góða. En hversu víðtæk áhrif hefur hann og getur húmor haft áhrif á alla þætti lífsins? Opni háskólinn í Reykjavík býður í vor upp á námskeið fyrir þá sem vilja auka húmorinn í sínu lífi og eru húmorslausir boðnir sérstaklega velkomnir. Þau Sveinn Waage, markaðsmaður og sérfræðingur í samskiptum og Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir kenna á námskeiðinu og þau komu til okkar og sögðu okkur nánar frá.

Við ætlum fara yfir fréttir vikunnar með góðum gestum loknum áttafréttum. Gestir okkar þessu sinni voru þær Guðrún Óla Jónsdóttir blaðamaður á Vikunni og söngkona og Olga Björt Þórðardóttir blaðamaður og útgefandi bæjarblaðsins Hafnfirðings.

Freyr Gígja Gunnarsson fór svo yfir fréttir af ríka og fræga fólki í Hégómavísindahorninu sívinsæla upp úr hálfníu.

Tónlist:

Stuðmenn - Bara ef það hentar mér.

David Bowie - Rebel, rebel.

Ellen Kristjáns og John Grant - Veldu stjörnu.

Daði og Gagnamagnið - 10 years.

Paul Simon - Call me Al.

Bon Jovi - You give love a bad name.

Birt

9. apríl 2021

Aðgengilegt til

8. júlí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.