• 00:20:38Íshokkí
  • 00:35:31Matjurtagarðar
  • 00:48:36Kynlíf og svefn
  • 01:04:54Sveigjanlegur vinnutími
  • 01:25:16Tæknihornið

Morgunútvarpið

16. mars - Hokkí, matjurtagarðar, kynlíf og svefn, vinnutími og tækni

Úlfar Jón Andrés­son, leikmaður Fjöln­is og landsliðsmaður í ís­hokkí, var í síðasta mánuði feng­inn í viðtal hjá NHL Now, spjallþætti banda­rísku ís­hokkí­deild­ar­inn­ar NHL. Ástæðan var meðal ann­ars at­hygl­is­verð uppá­tæki sem hann hef­ur staðið fyrir, þar á meðal ís­hok­kí­leikir í mörg þúsund ára göml­um gíg­um sem hann hefur sýnt frá á Instagram síðu sinni. Við hringdum í Úlfar sem var á leið á skauta við Öldkelduháls með 16 mánaða gamalli dóttur sinni.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um matjurtagarða hjá Reykjavíkurborg. Við heyrðum í Hjalta Jóhannesi Guðmundssyni skrifstofustjóra reksturs og umhirðu hjá borginni sem sagði okkur allt um málið, en mikil aðsókn er í garðana.

Rannsóknir sýna kynslóðir okkar tíma, fæddar eftir 1985, stunda mun minna kynlíf en kynslóðirnar á undan, þrátt fyrir opnari umræðu og meira aðgengi getnaðarvörnum. Meginástæðan er þreyta, en svefn og þar afleiðandi svefnleysi hefur áhrif á kynlífið. Sandra Mjöll Jónsdóttir, doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur hjá Florealis kom til okkar og ræddi þetta mál.

Við fjölluðum í gær um þær áskoranir sem blasa við fyrirtækjum sem vilja auka sveigjanleika starfsmanna sinna í vinnu, en kröfur um slíkt hafa aukist í heimsfaraldrinum. Þessar áskoranir geta verið tæknilegs eðlis en einnig þarf gæta því réttindi starfsfólks séu virt. Fram kom hjá okkur í gær Krónan leitar leiða til koma til móts við þá starfsmenn sem vinna mismikið á milli mánaða, með því jafna laun þeirra út árið, óháð vinnuframlagi í hverjum mánuði fyrir sig. Þetta hentar til mynda námsfólki mjög vel. Eitt af því sem er flókið við þetta eru kjarasamningar og réttindi starfsfólksins og við heyrðum í Ragnari Þór Ingólfssyni, nýendurkjörnum formanni VR.

Guðmundur Jóhannsson kom til okkar í tæknihornið og færði okkur ferskar fréttir úr heimi tækninnar.

Tónlist:

Hafdís Huld - Take me dancing.

Ragnheiður Gröndal - Flowers in the morning.

Bríet - Fimm.

Geiri Sæm og Hunangstunglið - Froðan.

The Weeknd ásamt Daft Punk - Starboy.

Albatross - Allt á hvolfi.

Pixies - Here comes your man.

Bítlavinafélagið - Danska lagið.

Will Smith - Miami.

Birt

16. mars 2021

Aðgengilegt til

14. júní 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.