Hildur Leifsdóttir, lögmaður fyrirtækisins Eldum rétt, kom til okkar en fyrirtækið íhugar nú skaðabótamál gegn verkalýðsfélaginu Eflingu í framhaldi af því að dómsmáli gegn Eldum rétt var vísað frá dómi fyrr í vikunni.
Í gærkvöldi sýndi RÚV heimildamynd um lesblindu. Sylvía Melsted leiðir myndina og segir frá sinni reynslu ásamt öðrum einstaklingum- hvernig skólakerfið brást, hvernig þau upplifðu sig heimsk, hvernig svokölluð hugarkort hjálpa við skilning. Við fengum leikstjórann Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur til okkar til að ræða myndina.
Anna Sigríður Þráinsdóttir kom og fjallaði um íslenskt mál.
Fréttir vikunnar voru á sínum stað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður, og Steinunn Camilla hjá Iceland Sync, fóru yfir það helsta.
Og Hver drap Friðrik Dór, spyr leikarinn Villi Netó í nýrri íslenskri sjónvarpsþáttaseríu sem Sjónvarp Símans sýnir. Þættirnir fylgjast með Villa rannsaka meint andlát söngvarans Friðrik Dórs. Villi Netó kom til okkar.
Tónlist:
Stefán Hilmarsson - Líf
Stevie Nicks og Don Henley - Leather and lace
Of monsters and men - Crystals
Hreimur - Gegnum tárin
Bríet - Fimm
Friðrik Dór - Hún er alveg með þetta
Police - Everything she does is magic
Supertramp - The Logical song