Morgunútvarpið

25. feb. - Erlent verkafólk, jarðhræringar, Bokashi, VR og Hatari

Þessa vikuna standa Efling, ASÍ og Starfsgreinasambandið fyrir ráðstefnu eða fyrirlestraröð um aðstæður erlends verkafólks á Íslandi undir yfirskriftinni Mannamunur á vinnumarkaði. Farið er ofan í mismunandi greinar og í dag er ferðaþjónustan á dagskrá. Við fengum til okkar þau Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar og Arndísi Ósk Magnúsdóttur sem gerði rannsókn á upplifun erlends starfsfólks í ferðaþjónustu á COVID 19 tímum, til ræða þessi mál og fengum einnig viðbrögð Viðars við dómi í máli fjögurra félagsmanna Eflingar gegn fyrirtækjunum Eldum rétt og Menn í vinnu.

Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur, kom til okkar og ræddi við okkur um jarðskjálftahrinuna sem hófst í gær og hvers vænta með framhaldið.

Við fræddumst líka um Bokashi jarðgerð, en sl. sumar hóf Jarðgerðarfélagið í samstarfi með Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. og Landgræðsluna tilraunaverkefni á Strönd til meta nýtni bokashi-jarðgerðar til meðhöndlunar á lífrænum heimilisúrgangi í Rangárvallasýslu. Björk Brynjarsdóttir verkefnisstjóri var á línunni og sagði okkur hvað Bokashi jarðgerð er og hvernig hún nýtist.

Helga Guðrún Jónasdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson eru bæði í framboði til formanns VR en kosið verður í þessu stærsta stéttarfélagi landsins dagana 8. -12. mars. Þau komu til okkar og ræddu sín framboðsmál.

Heimildamyndin A song called hate þar sem fylgst er með för Hatara í Eurovison var frumsýnd á RIFF sl. haust og hefur síðan farið á nokkrar kvikmyndahátíðir. er hún á leið í bíó hér heima á Íslandi og kvikmyndagerðarkonan Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem er konan baki myndinni kíkti til okkar í spjall af því tilefni.

Tónlist:

Snorri Helgason - Einsemd.

Baggalútur - Hlægifíflin.

Emilíana Torrini - Big jumps.

Bubbi Morthens - Agnes og Friðrik.

Hatari - Hatrið mun sigra.

Margrét Rán - A song called hate.

Hjálmar - Tjörnin.

Birnir og Páll Óskar - Spurningar.

Birt

25. feb. 2021

Aðgengilegt til

26. maí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.