Morgunútvarpið

22. feb. - Gatnamót, sjálfstyrking, Hlíðarfjall, Covid lyf og íþróttir

Ýmsir hafa lýst yfir áhyggjum af hættulegum gatnamótum nýja og gamla Álftanesvegar, m.a. Ragnhildur Ágústsdóttir sem er íbúi á svæðinu. Hún segir breytingar sem gerðar hafi verið stórhættulegar og þegar hafi slys orðið. Hún hefur sett af stað undirskriftarsöfnun þar sem bæjaryfirvöld í Garðabæ eru hvött til endurskoða lokun við Prýðahverfi. Við heyrðum aðeins í Ragnhildi.

Við forvitnuðumst um sjálfstyrkingarnámskeið stúlkna þar sem unnið er í gegnum rafíþróttir, með sálfræðilegri íhlutun til auka félagsfærni og sjálfsmynd. Einnig er farið í slökun, núvitund og hreyfingu á þessum nýstárlegu námskeiðum. Þau Soffía Elín Sigurðardóttir, sálfræðingur, og Arnar Hólm Einarsson rafíþrótta sérfræðingur hjá XY esports komu til okkar og sögðu okkur meira.

Vetrarfrí eru í skólum landsins og fjölskyldur hafa nýtt tækifærið og farið í frí, þar á meðal á skíði. Á Akureyri var víst erfitt gistingu og borð á veitingastöðum í bænum. Þá var uppselt í Hlíðarfjall. Við tókum stöðuna eftir helgina og á línunni hjá okkur var forstöðumaður skíðasvæðisins, Brynjar Helgi Ásgeirsson.

Á fréttamannafundi fyrir stuttu sagði Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels við grískan starfsbróður sinn ef hann yrði einhvern tímann alvarlega veikur af Covid-19 þá ættu Ísraelar tilraunalyf sem gæfi góða raun gegn veikindunum. Lyfið nefnist EXO-CD24 og hefur verið í þróun. Á síðustu vikum hafa 30 sjúklingar fengið lyfið og náðu 29 þeirra sér fullu á þremur til fimm dögum. Það tók lyfið aðeins lengri tíma vinna á veirunni hjá þeim eina sem eftir var, en hann náði sér líka fullu. Við leituðum til Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landsspítalans, og spurðum nánar út í þetta kraftaverkalyf, eins og það er kallað í ísraelskum fjölmiðlum.

Við fórum yfir íþróttir helgarinnar með Hauki Harðarsyni íþróttafréttamanni og þar komu skíði, tennis, handbolti, körfubolti og píla m.a. við sögu.

Tónlist:

Teitur og Hildur - Mónika.

Auður - Fljúgðu burt dúfa.

Sam Smith - Diamonds.

Baggalútur - Hlægifíflin.

Duran Duran - Ordinary world.

Alicia Keys - Fallin.

Vök - Erase you.

ABC - The look of love.

Foo Fighters - Big me.

Stefán Hilmarsson - Heimur allur hlær.

Birnir og Páll Óskar - Spurningar.

Birt

22. feb. 2021

Aðgengilegt til

23. maí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.