Huldukonur.is er vefsíða þar sem er að finna heimildir um konur og kynverund á Íslandi frá 18. öld til ársins 1960 þegar nútíma sjálfsmyndarhugtök, á borð við lesbía og tvíkynhneigð, urðu hluti af tungutaki þjóðarinnar. Við heyrðum í Írisi Ellenberger, sem er lektor í deild fagkennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, en hún er ein þriggja sem standa að síðunni.
Veitur og Securitas skrifuðu undir samstarfssamning í gær sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Um er að ræða samstarf um snjallvæðingu á orkumælum Veitna. En hvaða áhrif mun þetta hafa á notendur orku frá Veitum? Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúa Veitna, kom til okkar.
Rafíþróttir hafa verið í mikilli sókn hérlendis undanfarin ár. Félagsmálaráðuneytið veitti á dögunum Rafíþróttasamtökum Íslands 10 milljónir króna til þróunar á þjálfaranámskeiði í rafíþróttum fyrir atvinnuleitendur. Samtökin segja stór skref framundan í senunni hérlendis. Formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, Ólafur Hrafn Steinarsson, kom til okkar og sagði okkur meira af þessum tölvuleikjaheimi.
Umboðsmaður barna safnaði saman frásögnum barna á Íslandi bæði í vor og núna í lok síðasta árs og fram í janúar. Niðurstaðan segir okkur að börnum líði verr nú en í vor og augljóst sé að faraldurinn sé farin að taka sinn toll börnum. Við ræddum við Salvöru Nordal, umboðsmann barna.
Guðmundur Jóhannsson kom til okkar í tæknihornið en hann sagði okkur frá því hversu duglegt Google er að hætta með þjónustur og frumlega notkun lögreglunnar í Bandaríkjunum á tækni.
Tónlist:
Auður - Fljúgðu burt dúfa
Of monsters and men - Circles
Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius - Þú ert þar
Tracy Chapman - Give me one reason
Birgitta Haukdal og September - Aðeins nær þér
David Bowie - China girl
Friðrik Dór - Segðu mér
Jamiroquai - Alright
Miley Cyrus - Midnight sky