Morgunútvarpið

11. feb. - Málþing, táknmál, kvennaknattspyrna, 112 dagur og spilafíkn

Þorvaldur Þorsteinsson var afkastamikill listamaður sem samdi skáldsögur, leikrit, ljóð og tónlist og var til mynda landsþekktur fyrir Vasaleikhúsið sem flutt var hér í Ríkisútvarpinu. Hann hefði orðið 60 ára í nóvember sl. ef hann hefði lifað og af því tilefni er efnt til málþings á Listasafninu á Akureyri um ævi og störf Þorvaldar. Í hljóðveri fyrir norðan spjallaði Gígja Hólmgeirsdóttir við Hlyn Hallsson safnstjóra Listasafnsins á Akureyri og forvitnaðist um þetta áhugaverða málþing.

Anna Sigríður Þráinsdóttir kom til okkar í sitt vikulega spjall um íslenskt mál og þessu sinni beindi hún sjónum sínum íslensku táknmáli en táknmálsdagurinn er í dag.

Á dögunum kom út skýrsla um kvennaknattspyrnu á Íslandi, en vinna við hana var sett af stað árið 2019 og markmiðið hvorki meira minna en heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna hér á landi. Borghildur Sigurðardóttir varaformaður KSÍ kom til okkar og fór yfir helstu niðurstöður og framtíðarverkefni með okkur.

Í dag er 11.2. eða 112 dagurinn. Markmið dagsins er kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. þessu sinni verður sjónum beint sérstaklega barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Þau Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu komu til okkar af þessu tilefni.

Hópur fólks hefur tekið sig saman um reyna þrýsta á stjórnvöld til banna spilakassa hér á landi. Samkvæmt könnun sem heimasíðan lokum.is birtir vilja 86 prósent Íslendinga loka spilakössum til frambúðar. Lokum er árvekniherferð sem hefur það markmið leiða íslensku þjóðina í allan sannleikann um hve skaðleg fíkn í spilakassa er. Herferðin er á vegum SÁS, samtaka áhugafólks um spilafíkn. Alma Björk Blöndal Hafsteinsdóttir, formaður SÁS, kom til okkar.

Tónlist:

Mannakorn og Ellen Kristjáns - Lifði og í Reykjavík.

Paul McCartney og Wings - Another day.

Gildran - Værð.

Hreimur - Gegnum tárin.

Nýdönsk - Frelsið.

Eyþór Ingi og Lay Low - Aftur heim til þín.

Paul Simon - You can call me Al.

Miley Cyrus og Dua Lipa - Prisoner.

Birt

11. feb. 2021

Aðgengilegt til

12. maí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.