Veiðar á loðnu eru hafnar á nýjan leik eftir þriggja ára hlé. Norsk skip eru farin að landa í Neskaupstað en íslensku skipin bíða eftir að loðnan sé nægjanlega hrognafull til að hægt sé að vinna hana fyrir Japansmarkað. Við tókum púlsinn á Síldarvinnslunni en þar er byrjað að taka á móti loðnu frá Norðmönnunum og unnið á sólarhrings vöktum. Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri þar var á línunni hjá okkur.
Sveitarfélög á Vesturlandi sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi var á línunni hjá okkur og fór yfir málið með okkur.
Hvernig breytir maður sjónvarpsþáttum í dansverk? Við komumst að því þegar þær Inga Maren Rúnarsdóttir og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir komu til okkar en þær eru konurnar að baki danssýningunni Ævi, sem byggð er á samnefndum sjónvarpsþáttum. Lokasýning verksins er í kvöld og við forvitnuðumst aðeins um þennan listviðburð.
Ekkert verður af bólusetningartilraun Pfizer eins og fram kom í fréttum í gær. Sú staðreynd hefur áhrif á þjóðlífið allt og við heyrðum í Bjarnheiði Hallsdóttur formanni Samtaka ferðaþjónustunnar um fyrirsjáanleg áhrif á ferðaþjónustuna þar sem allir bíða eftir að geta tekið á móti ferðamönnum á ný.
Við heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni á Spáni þar sem hann rakti fyrir okkur ýmis dómsmál sem þar eru í gangi.
Tónlist:
Gugusar og Auður - Frosið sólarlag.
Moses Hightower - Stutt skref.
Elvis Costello - Olivers Army.
Passenger - Sword from the stone.
Sigrún Stella - So cold.
Sykurmolarnir - Ammæli.
The Weeknd - Save your tears.
Lenny Kravitz - The Chamber.
Jón Jónsson og GDRN - Ef ástin er hrein.
Elton John - Little Jeannie.