Morgunútvarpið

9. feb. - Dyrfjallahlaup, Þórólfur G., Eyjar, Áslaug Arna og vísindi

Náttúruhlaup njóta mikilla vinsælda og margir um hituna þegar kemur skráningu. Eitt þessara hlaupa er Dyrfjallahlaupið austur á Borgarfirði, en það fer fram í fimmta sinn í júlí nk. sumar. Olgeir Pétursson veit allt um þetta hlaup og hann kíkti til okkar í spjall.

Við tókum stöðuna á Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni. hefur komið fram eitt bólefni virðist veita takmarkaða vernd gegn ákveðinni stökkbreytingu veirunnar. Hefur hann áhyggjur af stöðunni eða vitum við ekki nógu mikið ennþá? Og telur hann gangi hjarðónæmi hérlendis með eða án sérstakrar rannsóknar á vegum Pfizer? Þórólfur kom til okkar.

Við fengum Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum í heimsókn til okkar en hún sagði okkur frá nýju þróunar- og rannsóknarverkefnis í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum með það markmiði efla læsi og bæta líðan nemenda. Þá bar ýmislegt fleira á góma, t.d. loðnu, Herjólf og hversu hamingjusamir Eyjamenn eru, eins og heyra mátti af í niðurstöðum könnunar sem fjallað var um í gær.

Við ræddum við dómsmálaráðherra í dag um stöðu frumvarps hennar um leyfi íslenskra brugghúsa til selja vöru sína. Einnig um umsáturseinelti sem er komið í lög, úrbætur á stöðu barna í leit alþjóðlegri vernd o.fl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom til okkar.

Sævar Helgi Bragason kom til okkar í vísindaspjall og ræddi hljóðvist í hafinu, mikla umferð á Mars næstu daga og ungar vísindakonur.

Tónlist:

Emilíana Torrini - Vertu úlfur.

Peter Gabriel - Solsbury Hill.

Alicia Keys - Love looks better.

Stuðmenn - Ólína og ég.

Daði Freyr og Ásdís - Feel the love.

David Bowie - Heroes.

Prefab Sprout - Appetite.

Friðrik Dór - Segðu mér.

Beck - Dreams.

Birt

9. feb. 2021

Aðgengilegt til

10. maí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.