Morgunútvarpið

3. jan. - Lífshlaupið, sjálfboðaliðar, bjórskóli, Menntadagur og Spánn

Í dag hefst Lífshlaupið, heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta og ólympíusambands Íslands. Boðið er uppá vinnustaðakeppni, einstaklingskeppni, grunnskólakeppni og framhaldsskólakeppni. En hvað er þetta og hvernig tekur maður þátt? Hrönn Guðmundsdóttir sviðstjóri hjá Íþrótta- og ólympíusambandinu kom til okkar og sagði okkur frá.

Íþróttahreyfingin á Íslandi er byggð upp af sjálfboðaliðum og samanstendur enn mestmegnis af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðar eru grunnurinn í öllu því íþróttastarfi sem við þekkjum í dag, en það er verða mun erfiðara manna þessar sjálfboðaliðastöður. Er sjálfboðaliðinn deyja út? spyr Margrét Valdimarsdóttir sem situr í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur í grein á Vísi. Margrét kom til okkar og við rýndum aðeins í stöðuna.

Sveinn Waage hefur lengi staðið fyrir bjórskóla þar sem fólk kynnir sér öl af ýmsum gerðum. Á Covid tímum hefur auðvitað ekki verið í boði safna fólki saman og því hefur hann þurft, líkt og ótal margir aðrir, færa starfsemi sína yfir á netið. En hvernig stendur maður fyrir rafrænum bjórskóla? Við fengum Svein til okkar í heimsókn.

Þær Dóra Jóhannsdóttir og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir sögðu okkur frá Menntadegi atvinnulífsins sem fer fram á morgun, fimmtudag. Ingibjörg Ösp hefur umsjón með viðburðinum en þátttakendur eru margir og framsögur margvíslegar. Þar á meðal er Dóra Jóhannsdóttir leikkona sem ætlar tala um mikilvægi skapandi nálgunar í menntakerfinu.

Við heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni á Spáni þar sem hann segir okkur frá jarðskjálftum, samningum Messi og miklum áhuga á spurningakeppnum.

Tónlist:

Helgi Júlíus og Valdimar Guðmundsson - Þú ert mín.

Hreimur - Skilaboðin mín.

Hafdís Huld - Synchronised swimmers.

Draumfarir - Ást við fyrstu seen (ft. Króli).

Emilíana Torrini - Emilíana Torrini.

Krummi - Frozen teardrops.

Stephen Stills - Love the one youre with.

Unnsteinn - Er þetta ást?

Alicia Keys - Love looks better.

Birt

3. feb. 2021

Aðgengilegt til

4. maí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.