Morgunútvarpið

29. jan - Reykjavíkurleikar, útsölur, launaþjófnaður og klukkan sex

Reykjavíkurleikarnir hefjast núna um helgina en þetta eru þrettándu leikarnir og skiptist dagsráin á tvær næstu helgar. Silja Úlfarsdóttir kemur til okkar til fara yfir dagskránna með okkur.

Baldur Björnsson, iðnaðarmaður, skrifaði grein á Vísi í vikunni þar sem hann kvartar yfir því margar verslanir séu með útsölur og tilboð alla daga ársins. Samkvæmt reglugerð ekki auglýsa vöru á útsölu nema hafa selt hana áður á fullu verði. Eftir sex vikur á útsölu eða á tilboðið telst útsöluverðið fulla verðið. Við fáum Breka Karlsson, formann Neytendasamtaka til okkar og spyrjum hvort Baldur hafi lög mæla og hvort Neytendasamtökin hafi tekið eftir þessu líka.

Þórarinn Ævarsson, fyrrum framkvæmdastjóri IKEA og eigandi pizzastaðarins Spaðans, mætir til okkar ásamt Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Eflingar. Þórarinn segir engu líkara en stéttarfélagið reyna efna til ófriðar með því senda frá sér villandi upplýsingar um launaþjófnað. Hann segir vandinn mun minni en Efling heldur fram og í raun séu sáralitlar líkur á launþegar verði fyrir því ekki laun sín greidd.

Hlaðvarpið Klukkan sex, á vegum UngRÚV , er liður í átaki sem er fara af stað. Kynfræðslu í skólum er ábótavant og margir krakkar, bæði strákar og stelpur, leita í klám af forvitni. Hlaðvarpið mun bjóða uppá fræðsluefni fyrir ungt fólk. Tala opinskátt um hlutina. Þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verkefnistjóri hjá RÚV og Indíana Rós kynfræðingur koma til okkar til segja okkur meira.

Tónlist:

Brimkló - Skólaball

Madness - My girl

Coldplay - Flags

Babybird - You're georgous

Hjálmar - Tjörnin

Whitney Houston - My love is your love

Stereophonics - Handbags and gladrags

Nýdönsk - Ég ætla brosa

Elísabet Ormslev - Sugar

Johnny Nash - I can see clearly now

Ed Sheeran - Afterglow

Birt

29. jan. 2021

Aðgengilegt til

29. apríl 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.