Morgunútvarpið

27. jan. - Fjarvinna, fannfergi, hjólreiðar, líðan í Covid og Spánn

Á morgun mun Akureyrarstofa ásamt Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra efna til rafræns málþings um störf óháð staðsetningu. Málþingið heitir Fólk færir störf og þar verður rætt um þau tækifæri og áskoranir sem felast í störfum óháð staðsetningu. Gígja Hólmgeirsdóttir forvitnaðist um málþingið og ræddi við Rebekku K. Garðarsdóttur, verkefnastjóra SSNE, í hljóðstofu á Akureyri.

Mikið fannfergi hefur verið víða á landinu undanfarið og leiðindaveður. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á Norður- og Austurlandi sem og norðanverðum Vestfjörðum. Færð hefur víða spillst og vonskuveður geisað. Við heyrðum í Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra á Dalvík og spurðum út í ástandið í hennar nágrenni en þar hefur snjó kyngt niður undanfarið líkt og víðar.

Hjólreiðakeppnin KIA Gullhringurinn fagnar tíu ára afmæli í sumar og gerir það með því færa sig frá Laugarvatni og til Árborgar. Þórir Erlingsson er mótstjóri Víkingamótanna en KIA Gullhringurinn er hluti af þeim. Við heyrðum í Þóri.

Líðan þjóðar á tímum Covid-19 er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands, embættis Landslæknis og sóttvarnarlæknis sem miðar því auka þekkingu á áhrifum faraldursins á líðan og lífstíl landsmanna. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni á þessu sviði og er opin öllum einstaklingum 18 ára og eldri. Unnur Anna Valdimarsdóttir prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands kom til okkar og sagði okkur nánar af rannsókninni.

Og svo var það Spánarspjall dagsins þar sem Jóhann Hlíðar Harðarson fór yfir tíðindi sunnan, m.a. af nokkurs konar búsáhaldabyltingu og fólki sem vill troða sér fram fyrir röðina í bólusetningu.

Tónlist:

Emilíana Torrini - Perlur og svín.

Helgi Björns og Salka Sól - Saman (höldum út).

Oscar Leone - Aloha.

Ed Sheeran - Afterglow.

Al Green - Here I am (Come and take me).

Auður - Enginn eins og þú.

The Pretenders - Back on the chain gang.

U2 - Mysterious ways.

Nýju fötin keisarans - Ég er tilbúinn elska.

Birt

27. jan. 2021

Aðgengilegt til

27. apríl 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.