• 00:22:35Haframjólk
  • 00:35:03Tannvernd
  • 00:51:36Húðvandamál
  • 01:05:18Samvinna eftir skilnað
  • 01:26:12Vísindahornið

Morgunútvarpið

26. jan. - Haframjólk, tannvernd, húðin, skilnaður og vísindi

Í desember sl. veitti landbúnaðarráðherra styrki úr Matvælasjóði og fékk verkefnið Þróun íslenskrar haframjólkur, sem Sandhóll ehf. stendur fyrir, 19 milljóna króna styrk. Árið 2019 voru fluttar inn til landsins 1,1 milljón lítra af haframjólk. Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Meðallandi, segir vel hægt framleiða haframjólk hérlendis og hann var á línunni hjá okkur.

Tannverndarvika Tannlæknafélagsins og Landlæknisembættisins er fram undan, nánar tiltekið fyrstu vikuna í febrúar og er áherslan lögð á glerungs eyðandi drykki og áhrifin sem þeir hafa á tennurnar. Íris Þórsdóttir, tannlæknir á Hlýju tannlæknastofu, kom til okkar og fór yfir þessi mál.

Helga Sigrún Hermannsdóttir glímdi við slæm húðvandamál og fór þrisvar sinnum á sterkan lyfjakúr mánuðum saman vegna þessa, en ákvað svo taka málin í sínar hendur og leggjast yfir innihaldsefni snyrtivara og athuga hvort hún næði ekki betri bata þannig, en lyfin höfðu ekki skilað nógu góðum árangri. Það er skemmst frá því segja það virkaði vel og hefur hún deilt lærdómnum á samfélagsmiðlum við miklar vinsældir. Nám hennar í efnaverkfræði hefur líka komið góðum notum og hún vill gjarna hvetja ungar konur til leggja stund á vísindi. Helga Sigrún kom til okkar í heimsókn og sagði sína sögu.

Tilraunverkefnið Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna felur í sér innleiðingu sérhæfðrar skilnaðarráðgjafar í félagsþjónustu. Átta sveitarfélög eru þátttakendur í tilraunaverkefninu. Við fengum til okkar Gyðu Hjartardóttur, félagsráðgjafa MA, aðjúnkt í félagsráðgjöf við og sérfræðing í málefnum barna og Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við og þerapista, sem eru umsjónamenn verkefnisins.

Svo var það vísindahornið góða, en Sævar Helgi Bragason kom til okkar í dag með fróðleik í farteskinu venju.

Tónlist:

Sváfnir Sig - Þetta fley er ekki fara neitt (ft. Hildur Vala).

Barry White - Let the music play.

Mannakorn - Sumar hvern einasta dag.

Spraðabassarnir, Ragga Gísla og Dísa - Þorragleðigleðigleðigaman.

Lenny Kravitz - It aint over til its over.

The Police - Every little thing she does is magic.

Daði Freyr og Ásdís - Feel the love.

Birt

26. jan. 2021

Aðgengilegt til

26. apríl 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir