Ævar Þór Benediktsson var á línunni hjá okkur en hann hefur verið skipaður sendiherra UNICEF á Íslandi, fyrstur Íslendinga. Hlutverk hans verður að styðja við baráttu UNICEF fyrir réttindum barna um allan heim. Ævar Þór sagði okkur frá þessu nýja hlutverki og fleiri verkefnum.
Að glíma við ófrjósemi getur haft margvísleg áhrif. Konur sem glíma við ófrjósemi upplifa oft andlega vanlíðan á borð við kvíða, streitu, þunglyndi og lágt sjálfsmat. Rannsóknir hafa sýnt að hugræn atferlismeðferð geti dregið úr sálfræðilegum afleiðingum þess að glíma við ófrjósemi og nú ætla þær Rakel Rut Björnsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði og Fjóla Dögg Helgadóttur, doktor í klínískri sálfræði að rannsaka áhrif meðferðar sem veitt er á netinu til að draga úr þessum einkennum. Rakel Rut kom til okkar og ræddi rannsóknina við okkur.
Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurannsókn á atburði þar sem tveir einstaklingar heimsóttu hundagæslu undir því yfirskyni að vera starfsmenn stofnunarinnar. Sett var út á starfsemina og hún stöðvuð. Einstaklingarnir voru ekki á vegum MAST og ekkert eftirlit var á vegum stofnunarinnar umræddan dag. Við heyrðum í Hjalta Andrasyni upplýsingafulltrúa MAST um þetta mál.
Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson komu til okkar en þeir eru nú að vinna sex þætti um Covid faraldurinn. Þeir hafa fengið að vera fluga á vegg hjá þríeykinu allan þennan tíma og við sjáum í miklu návígi í þáttunum, hversu erfiður og krefjandi þessi tími hefur verið fyrir alla.
Við fórum yfir þátttöku Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi og heyrðum í Einari Erni Jónssyni þar ytra.
Tónlist:
Ragnheiður Gröndal - Ást.
Elvis Costello og The Attractions - Good year for the roses.
The Beatles - The long and winding road.
Hreimur - Skilaboðin mín.
Cat Stevens - Cant keep it in.
Bubbi Morthens - Á horni hamingjunnar.
David Bowie - China girl.
Vök - Autopilot.
Unnsteinn - Er þetta ást?