Morgunútvarpið

22. jan. - Siglufjörður, neysluskammtar, happdrætti, hégómavísindi

Óvissustig er enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og hættustig er á Siglufirði. Búast við truflunum á samgöngum á meðan þetta ástand varir og er fólk hvatt til þess fylgjast vel með tilkynningum Vegagerðarinnar. Rýming níu húsa í sunnanverðri byggðinni á Siglufirði er enn í gildi, en íbúar fengu þó fara í stutta stund heim til sín í gærkvöldi til sækja hluti og huga eigum sínum. Gígja Hólmgeirsdóttir fór til Siglufjarðar í gær og heyrði hljóðið í nokkrum bæjarbúum.

Í samráðsgátt stjórnvalda er til kynningar áform um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni um afglæpavæðingu neysluskammta. Einn af þeim sem hafa sent inn umsögn um málið er Birgir Örn Guðjónsson, kallaður Biggi lögga. Hann segist vera sammála þessum breytingum og notar sem rök reynslu sína úr lögreglunni meðal annars. Við fengum Birgi Örn til okkar til fara yfir þá hlið mála.

Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur ritað sögu Happdrættis Háskóla Íslands í 85 ár í bókinni Gleymið ekki endurnýja. Hann kom til okkar í spjall og sagði okkur frá eins og honum einum er lagið.

Okkar hálfsmánaðarlega hégómavísindahorn var á dagskrá í dag og þar fengum við fréttir af fræga fólkinu með Frey Gígju Gunnarssyni. Þar var innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta í brennidepli.

Tónlist:

Lay Low - Þorralitirnir.

Sálgæslan og KK - Þú varst ástin mín.

Tracy Chapman - Talkin about a revolution.

Nýdönsk - Horfðu til himins.

Jón Jónsson og GDRN - Ef

Stjórnin - Ég aldrei nóg af þér.

ABBA - Gimme, gimme, gimme (A man after midnight).

Jónas Sig - Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum.

Birnir - Spurningar (ft. Páll Óskar).

Birt

22. jan. 2021

Aðgengilegt til

22. apríl 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.