Morgunútvarpið

21. jan. - Grænkerar, málfar, endurvinnsla, BNA og fjármál

Samtök grænkera á Íslandi standa í kvöld fyrir málþingi um dýravelferð og dýravernd með þátttöku samtaka og stofnana sem málin varða sem og þingmanna. Eydís Blöndal stjórnarmaður í samtökunum og fundarstjóri á málþinginu í kvöld var á línunni hjá okkur og sagði okkur meira.

Málfarshornið var á sínum stað og Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur færði okkur fróðleik er tengist tungumálinu og fjallaði m.a. um orð ársins og sögnina ferðast.

Háskólinn í Reykjavík og endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling í Hveragerði hafa stofnað til samstarfs um endurvinnslu plasts og annarra endurvinnanlegra efna á Íslandi. Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North og Hlynur Stefánsson, dósent við verkfræðideild HR komu til okkar og sögðu nánar frá verkefninu og markmiðum þess.

Joe Biden var í gær settur í embætti forseta Bandaríkjanna og þótt allt hafi verið með kyrrum kjörum við athöfnina og eftir hana er ljóst breytingin verður mikil við valdaskiptin. Friðjón Friðjónsson, áhugamaður um bandarísk stjórnmál, ræddi þetta allt við okkur í þættinum.

Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, kom til okkar en hann hefur skrifað nokkrar bækur um fjármál í gegnum tíðina. nýjasta heitir Farsæl skref í fjármálum og þar er farið yfir það sem fólk þarf hafa í huga, td við íbúðarkaup, lántöku, sparnað og fleira.

Tónlist:

Emilíana Torrini - Big jumps.

Elvar - One of a kind.

Sycamore Tree - Picking fights and pulling guns.

Bríet - Sólblóm.

Björk - Army of me.

Hreimur - Skilaboðin mín.

Stevie Wonder - For once in my life.

Billie Eilish - Therefore I am.

Birt

21. jan. 2021

Aðgengilegt til

21. apríl 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir