Morgunútvarpið

19. jan. - Kvenleiðtogar, nánd, ADHD, magaermi og tækni

Ungar athafnakonur standa fyrir viðburði í dag þar sem þær velta upp spurningunni hvort kynin séu öll jafn hæf til sinna leiðtogahlutverkum, en enn er langt í land með kynjabilið brúað á þeim vettvangi. Ingveldur María Hjartardóttir, samfélagsmiðlastjóri og Andrea Gunnarsdóttir, varaformaður Ungra athafnakvenna, kíktu til okkar og sögðu okkur meira.

Helga Guðrún Snjólfsdóttir býður upp á ýmis konar námskeið undir samheitinu Allt sem þú ert og undirbýr hún námskeiðið Dýpri nánd sem hefst á morgun þar sem hún vinnur með pörum og leiðir þau inn í dýpri nánd eins og nafnið bendir til. Námskeiðið fer fram rafrænt en Helga segir gott fyrir fólk hafa næði heimafyrir til vinna verkefni og æfingar sem hún setur fyrir, en námskeiðið tekur á ýmsum áskorunum í parasambandi, kynlífi og ást. Helga settist hjá okkur í morgunkaffi.

ADHD samtökin fögnuðu um daginn þeirri breytingu sem gerð hefur verið á inntökuskilyrðum í lögreglufræði. verður lyfjanotkun skv. læknisráði vegna ADHD ekki útilokandi þáttur í umsóknarferli. Þá bjóða samtökin uppá spjallfundi yfir netið. Við hringdum í Elínu H. Hinriksdóttur formann ADHD samtakanna og heyrðum meira um þetta.

Söngkonan Hera Björk ákvað fyrir nokkrum árum fara í aðgerð sem kallast magaermi. Þetta gerði hún til halda heilsu til framtíðar fyrir sig og fjölskyldu sína, en hún hafði glímt við offitu lengi. Hera Björk fékk kvikmyndagerðarfólk til fylgja sér eftir allan ferilinn en afrakstur þeirrar vinnu er til sýnis í sjónvarpsþætti í Sjónvarpi Símans. Þung skref, saga Heru Bjarkar heitir hann. Hera mætti til okkar og tók með sér skurðlækninn sem framkvæmdi aðgerðina, Aðalstein Arnarson.

Guðmundur Jóhannsson mætti galvaskur til okkar í tæknihornið með sitthvað fróðlegt og skemmtilegt í farteskinu.

Tónlist:

Hjálmar - Manstu.

Foo Fighters - Walking after you.

Of Monsters and men - Circles.

Miley Cyrus - Malibu.

Eagles - In the city.

Toggi - Sexy beast.

Oscar Leone - Aloha.

Birt

19. jan. 2021

Aðgengilegt til

19. apríl 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir