Leikhúsin geta nú loks hafið sýningar að nýju og hjá Leikfélagi Akureyrar var nýlega frumsýndur gamanleikurinn Fullorðin. Gígja Hólmgeirsdóttir spjallaði við tvo af leikurum verksins, þau Birnu Pétursdóttur og Vilhjálm B. Bragason, og hvernig er að geta staðið aftur á sviðinu með áhorfendur í salnum.
Við ræddum þorrablótin um daginn og hvernig fólk hyggst fara nýjar leiðir í þeim efnum. Einn þeirra sem ætlar að bjóða upp á rafrænt þorrablót um land allt er Guðjón Þór Guðmundsson veitingamaður og við heyrðum aðeins í honum með hvernig það verður útfært.
Um 600 manns kusu orð ársins í Facebook hópnum Málfarslögreglan. Atli Týr Ægisson er maðurinn á bakvið síðuna og hann var á línunni hjá okkur og sagði okkur frá hópnum og hvaða orð var valið orð ársins.
Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa sent frá sér áskorun til stjórnvalda þar sem þau eru hvött til bregðast við erfiðri stöðu veitingageirans tafarlaust áður en fleiri veitingastaðir gefast upp og falla með tilheyrandi kostnað fyrir samfélagið. Emil Helgi Lárusson og Hrefna Björk Sverrisdóttir komu til okkar og ræddu þessa stöðu.
Flestar bækur koma út fyrir jólin ár hvert en sú bók sem situr nú á toppi sölulistans núna kom út eftir áramót. Það er Lífsbiblían eftir þær Öldu Karen Hjaltalín og Silju Björk Björnsdóttur. Þær stöllur komu til okkar í morgunspjall.
Tónlist:
Buff - Enginn nema þú.
Elvis Costello - Alison.
Sigrún Stella - So cold.
Greentea Peng - Hu Man.
Big Country - Look away.
Bubbi Morthens - Á horni hamingjunnar.
Herra Hnetusmjör - Stjörnurnar.
The Weeknd - Save your tears.
Daði Freyr og Ásdís - Feel the love.
Bee Gees - Nights on Broadway.