Morgunútvarpið

8. jan. - Innkaup, málfar, BNA, stytting vinnuviku og hégómavísindi

Sigríður María Eyþórsdóttir tónlistarkennari í Grindavík var beðin um það á samfélagsmiðlum á dögunum að deila matarskipulagi sínu og öðrum snjöllum ráðum er varða matarinnkaup. Hún fullyrðir að með planinu hafi matarútgjöld heimilisins lækkað um allt að 40 prósent. Við hringdum til Grindavíkur og fengum góð ráð.

Anna Sigríður Þráinsdóttir ræddi íslenskt mál við okkur og þar komu skautun og heimsókn við sögu.

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Bandaríkjunum undanfarin ár og lítur á landið sem sitt annað heimaland. Hún hefur upplifað þróun mála í pólitíkinni þar ytra undanfarin ár og fylgst náið með framvindunni síðastliðna daga, en hún er hér á landi um þessar mundir.

Unnur hefur nýtt samfélagsmiðla sína til að fjalla um og fræða fólk um hvað er að gerast í Bandaríkjunum og við heyrðum aðeins í henni um hvernig hún upplifir stöðuna og hvað framtíðin ber hugsanlega í skauti sér þar vestra.

Ef svo fer fram sem horfir munu leikskólastjórnendur þurfa oftar að senda börn heim úr skólanum vegna þess að viðbótarfjármagn fylgir ekki styttingu vinnuvikunnar. Þjónustuskerðing er því óhjákvæmilegur fylgifiskur og fyrirsjáanleg afleiðing af styttingu vinnutímans, segir Sigurður Sigurjónsson, sem er formaður Félags stjórnenda leikskóla. Við heyrðum í Sigurði.

Við skyggndumst inn í fyrsta Hégómavísindahorn ársins og hittum þar fyrir Frey Gígju Gunnarsson sem sagði okkur fréttir af fræga fólkinu og þar komu Kanye West, Alec og Hillary Baldwin og Jay Kay við sögu.

Tónlist:

Elín Ey - Ekkert mál.

Rúnar Júlíusson - Það þarf fólk eins og þig.

Eyþór Ingi og Lay Low - Aftur heim til þín.

Todmobile - Stúlkan .

Valdimar - Yfirgefinn.

Simple Minds - Alive and kicking.

Á móti sól - Nýjar syndir.

Hreimur - Skilaboðin mín.

GDRN - Áður en dagur rís (ft. Birnir).

Birt

8. jan. 2021

Aðgengilegt til

8. apríl 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir