Morgunútvarpið

5. jan. - Þrettándagleði, þorrablót, lottó, bólusetningar og tækni

Á morgun er þrettándinn og þá er vaninn að kveðja jólin og það gjarna gert með pompi og prakt. Nú er það ekki í boði og erfitt fyrir sveitarfélög að halda þrettándagleði, en það deyja nú ekki allir ráðalausir og í Reykjanesbæ verður blásið til gleði með nýju sniði. Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi Reykjanesbæjar var á línunni og sagði okkur meira.

Við heyrðum í Jóhannesi Stefánssyni sem á og rekur Múlakaffi. Múlakaffi hefur séð um flest af stærstu þorrablótum landsins en nú stefnir í frestanir og að blótin verði jafnvel haldin rafrænt.

Í gær var rúmlega 100 milljóna lottóvinningur sem vannst á miða sem keyptur var í Krambúðinni á Selfossi fyrir skemmstu loksins sóttur þegar kampakátir Selfyssingar mættu á skrifstofu Íslenskrar getspár rétt fyrir lokun. Við hringdum í Stefán Konráðsson framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár og heyrðum af þessu sem og umfangi og mikilvægi starfseminnar.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, var á línunni hjá okkur og ræddi um bólusetningar næstu mánaða.

Guðmundur Jóhannsson kíkti til okkar með fróðleik úr heimi tækninnar.

Tónlist:

Hreimur og Fríða Hansen - Lítið hús.

Moses Hightower - Bílalest út úr bænum.

Rúnar Júlíusson - Betri bílar, yngri konur.

Aldís Fjóla - Trapped.

Nýdönsk - Alelda.

The Weeknd - Save your tears.

Bríet - Sólblóm.

Chicago - Saturday in the park.

Kristín Sesselja - Earthquake.

Thomas Dolby - She blinded me with science.

Sváfnir Sig. - Fer sem fer.

Birt

5. jan. 2021

Aðgengilegt til

5. apríl 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir