• 00:24:57Flugeldar
  • 00:36:12Orð ársins
  • 00:53:04Ferðaþjónustan
  • 01:06:16Baltasar
  • 01:25:59Manneskja ársins

Morgunútvarpið

Flugeldasalan. Orð ársins. Ferðaþjónustan. Baltasar. Manneskja ársins.

Við könnum hvernig flugeldasalan gengur fyrir sig og ræðum við Þorvald Hallsson hjá björgunarsveitinni Ársæli en hann hefur staðið vaktina í flugeldasölu Landsbjargar á Granda árum saman.

Anna Sigríður Þráinsdóttir kemur til okkar í málfarshornið og við förum yfir kosninguna á orði ársins.

Þetta var skrítið og mjög erfitt ár fyrir ferðaþjónustuna. Kristófer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu, verður á línunni hjá okkur og fer yfir árið og lítur til framtíðar.

Þrátt fyrir undarlegt ár í kvikmyndagerð eins og á öðrum sviðum samfélagsins hefur Baltasar Kormákur leikstjóri og framleiðandi verið á fullu. Það vakti athygli fyrr á árinu þegar hann tók upp Netflix-seríuna Kötlu í miðjum heimsfaraldri. Baltasar ætlar að koma til okkar á eftir og segja okkur frá því sem gekk á á árinu 2020 og kannski segja okkur aðeins frá því sem er framundan.

VIð opnum fyrir símann og tökum á móti atkvæðum í kjörinu á manneskju ársins hér á Rás tvö.

Birt

31. des. 2020

Aðgengilegt til

31. mars 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir