Morgunútvarpið

30. des - Hlaup, loftlagsdæmið, Holland, Seyðisfjörður og Machintosh

Umsjónarmenn: Rúnar Róbertsson og Sigmar Guðmundsson

Vegna fjöldatakmarkana á þessu ári hafa hin ýmsu útihlaup fallið niður, eins og Reykjavíkurmaraþonið og Gamlársdagshlaup ÍR svo eitthvað sé nefnt. Sama er uppi á teningnum í Eyjum en Hafdís Kristjánsdóttir segir uppgjöf ekki í boði og hefur því stungið uppá að Eyjamenn um allt land hugsi út fyrir boxið til þess að styrkja Krabbvörn í Eyjum með gamlársdagsgöngu eða hlaupi. Hafdís var á línunni og sagði okkur betur af þessari áskorun sinni.

Arhildur Hálfdánardóttir, dagskrárgerðarmaður hér á RÚV, kom til okkar og sagði okkur frá nýjum áhugaverðum þáttum sem fara í loftið í byrjun nýs árs á Rás 1. Þeir heita Loftslagsdæmið og fjalla um loftslagsmálin frá ýmsum hliðum og meðal annars munu fjórar fjölskyldur taka þátt í því verkefni að minnka kolefnisspor heimilisins um fjórðung. Við heyrðum líka í Kristjáni Rúnari Kristjánssyni, sem er einn þeirra sem tekur þátt í verkefninu.

Við heyrðum í Sóleyju Tómasdóttur en hún er búsett í Hollandi þar sem strangar sóttvarnarráðstafanir eru í gildi enda hefur heimsfaraldurinn leikið landið grátt í vetur.

Seyðfirðingar geta enn átt von á því að rýma þurfi hluta bæjarins jafnvel fram á vor ef umhleypingar eru í veðri. Veðurstofan fylgist náið með ástandinu. Hreinsunarstarf er nýhafið á staðnum og reynt er að bjarga verðmætum en aðeins björgunaraðilar mega koma að því starfi. Við heyrum í Davíð Kristinssyni, hótelstjóra og meðlimi í Björgunarsveitinni Ísólfi sem er að störfum á svæðinu.

Við heyrðum í Eiríki Ragnarssyni, hagfræðingi og pistlahöfundi á Kjarnanum, sem skrifaði pistil á kjarninn.is á dögunum um makkintoss konfektið. Þetta er lærður pistill þar sem hann kryfur makkintoss vandann, sem hann kallar svo, og gerði visindalega rannsókn þar sem reynt var að meta markaðsvirði mismunandi mola í dósinni, en flestir eiga sér jú sinn uppáhaldsmola í þessu jólakonfekti íslendinga síðustu áratugi.

Tónlist:

Pálmi Gunnarsson - Núna

Eyjólfur Kristjánsson - Eins og vonin, eins og lífið

Benee - Supalonely

Harry Styles - Sign of the times

Grafík - Himnalag

Womack & Womack - Teardrops

Bakar - 1st time

Tears for fears - Everybody wants to rule the world

Baggalútur - Gamlárspartý

Birt

30. des. 2020

Aðgengilegt til

30. mars 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir