Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson
Við tókum púlsinn á starfseminni í sóttvarnarhúsunum. Hvernig voru jólin þar og voru margir í einangrun? Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnarhúsa var á línunni hjá okkur.
Við heyrðum í Ester Rut Unnsteinsdóttur, spendýravistfræðingu á Náttúrufræðistofnun, en hún mun annast vísindalega leiðsögn tökuliðs frá BBC sem kemur hingað til lands til að gera heimidlarmynd um íslenska refinn í friðlandinu á Hornströndum. Ester sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að áhugi erlendra kvikmyndagerðafólks væri sífellt að aukast.
Það ætti varla að hafa farið fram hjá neinum að bólusetningar hófust hér á landi í dag og við heyrðum í sérnámslækninum Elíasi Sæbirni Eyþórssyni sem verður með þeim fyrstu hér á landi til að fá sprautu i dag.
Tilkynnt verður um val á íþróttamanni ársins í kvöld á RÚV en búið er að tilkynna um þá 10 sem voru efstir. Árið hefur verið íþróttafólki erfitt og væntanlega setur það svip á valið. Tómas Þór Þórðarson er formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann kom til okkar og fór yfir íþróttaárið með okkur.
Og Sævar Helgi Bragason gerði upp vísindaárið í vísindapistli dagsins.
Tónlist:
Nýdönsk - Ég ætla að brosa
Hreimur - Skilaboðin mín
Ásgeir Trausti - Hringsól
Of monsters and men - Visitor
Baggalútur - Er ég að verða vitlaus eða hvað
U2 - The Unforgettable fire
Alicia Keys - Love looks better
Magni - If I promised you the world
Harry Styles - Golden