Morgunútvarpið

28. des - Skíði, hampur, Logi Einars, Landsbjörg og Eiríkur Bergmann

Umsjónarmenn: Rúnar Róbertsson og Sigmar Guðmundsson

Við tókum stöðuna á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins og hringdum í Magnús Árnason framkvæmdastjóra skíðasvæðana hjá Reykjavíkurborg.

Við heyrðum í Evu Margréti Jónudóttur, sérfræðingi hjá Matís, um iðnaðarhamp. Matís hefur nú gert myndband um gríðarmikla notkunarmöguleika hampsins og er því ætlað að vekja áhuga og athygli yngra fólks á tækni í tengslum við matvæli.

Logi Einarsson, formaður samfylkinarinnar, var á línunni hjá okkur og ræðir mál Bjarna Benediktssonar, sem var í samkvæmi á Þorláksmessu þar sem sóttvarnarreglur voru brotnar. Við spurðum hann um hvað stjórnarandstaðan hyggst gera í þessu máli en þess hefur meðal annars verið krafist að Alþingi komi saman fyrir áramót.

Árleg flugeldasala björgunarsveitanna er farin af stað en salan er ein helsta tekjulind þeirra. Slysavarnarfélagið Landsbjörg er þessa dagana líka að safna bakvörðum til þess að styrkja starfsemina með mánaðarlegum fjárframlögum. Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri Landsbjargar kom til okkar.

Við ræddum við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um stöðuna í stjórnmálunum núna þegar þess er krafist að Alþingi komi saman að ræða um brot ráðherra á sóttvarnarreglum og um misvísandi upplýsingar um bóluefni.

Tónlist:

Ellen Kristjánsdóttir - Gamla húsið

Mugison - Kletturinn

Sycamore tree - Picking fights and pulling guns

Keane - The lovers are losing

Taylor Swift - Willow

Friðrik Dór - Hringd í mig

Geirfuglarnir - Byrjaðu í dag að elska

Ásgeir Trausti - Minning

Paul Simon - You can call me Al

Duran Duran - Come undone

The Weeknd - Save your tears

Birt

28. des. 2020

Aðgengilegt til

28. mars 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir