Morgunútvarpið

24. des. - Heimilisiðnaður, Björn Valur, jólahald, kirkjugarðar, bíó

Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur hefur ritað hundrað ára sögu Heimilisiðnaðarfélags Íslands í bókinni Handa á milli. Hulda heimsótti hana og fræddist um íslenskan heimilisiðnað í fortíð og nútíð.

Björn Valur Gíslason fyrrum alþingismaður og núverandi skipstjóri snéri nýlega heim til Akureyrar eftir fjögurra mánaða úthald á sjó. Hann stýrir skipinu Emeraude sem gert er út frá Frakklandi og upphaflega stóð til að túrinn yrði tveir mánuðir en alheimsfaraldur Covid-19 setti hressilegt strik í þann reikning. Við hringdum í Björn Val og heyrðum aðeins af ævintýrum hans á sjó.

Við fórum líka í heimsókn á Hlíð, öldrunarheimili Akureyrar. Þar spjallaði Gígja Hólmgeirsdóttir við fólk í dagþjálfunardeild, forvitnaðist um starfsemina um jólin og heyrði dýrmætar jólaminningar.

Á Íslandi er sterk hefð fyrir því að heimsækja kirkjugarða á aðfangadag og kveikja á kertum við leiði ættingja. Oft verður umferð mikil og við tókum stöðuna hjá Kára Aðalsteinssyni í Kirkjugörðum Reykjavíkur sem var á línunni hjá okkur.

Við spáðum svo aðeins í jólabíómyndir og sjónvarpsþætti, núna þegar fólk verður að mestu leyti heima í huggulegheitum um jólin og svo opnuðum við símann og buðum fólki að taka þátt í kosningu á manneskju ársins.

Tónlist:

Baggalútur - Jólin eru okkar (ft. Valdimar Guðm. og Bríet).

Sigurður Guðmundsson - Það snjóar.

Paul McCartney - Wonderful Christmas time.

KK og Ellen - Meiri snjó.

Elín Ey - Jólaljósin.

Elly Vilhjálms - Ég sá mömmu kyssa jólasvein.

The Pouges and Kirsty McColl - Fairytale of New York.

Ragnhildur Gísladóttir og Brunaliðið - Jóla-jólasveinn.

David Bowie og Bing Crosby - Peace on Earth / Little drummer boy.

Brenda Lee - Rockin around the Christmas tree.

Birt

24. des. 2020

Aðgengilegt til

24. mars 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir