Sundlaugarnar fengu að opna á ný þegar nýjar sóttvarnarreglur tóku gildi í byrjun mánaðarins með fjöldatakmörkunum þó. En hvernig hefur gengið? Er fastagesturinn að fara eftir þessum leiðbeiningum? Við spurðum Steinþór Einarsson, skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu hjá Íþrótta og tómstundasviði Reykjavíkur út í þetta. Og forvitnuðumst um opnunartíma yfir jól og áramót.
Við heyrðum í Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings, um ástandið á Seyðisfirði í kjölfar náttúruhamfara og spyrjum hann til að mynda um uppbyggingastarfið sem er framundan.
Við opnuðum fyrir símann og tókum við tilnefningum á manneskju ársins hér á Rás tvö.
Bretar fóru í byrjun mánaðarins að tala um nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem smitast hraðar á milli en fyrri afbrigði. Afbrigðið hefur fundist við landamæraskimun hérlendis í einu tilfelli. Við spurðum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlækni á ónæmisdeild Landspítalans, út í afbrigðið. Er þetta eitthvað til að óttast frekar en það afbrigði sem við erum að verjast núna? Munu bóluefnin vinna á þessu afbrigði líka? Núna fyrir áramót verður farið að bólusetja þá sem tilheyra viðkvæmasta hópnum og heilbrigðisstarfsmenn með nýja bóluefninu frá Pfizer.
Guðmundur Jóhannsson mætti í tæknihornið sitt.
Tónlist:
Eiríkur Hauksson og Halla Margrét - Þú og ég
Jóhanna Guðrún - Löngu liðnir dagar
Bogomil Font og Stórsveit Reykjavíkur - Majones jól
Helgi Björns og Reiðmenn vindanna ásamt Sölku Sól - Saman (Höldum út)
Band aid 2004 - Do they know it's christmas
Stefán Hilmarsson og Jón Jónsson - Jólin (þau eru á hverju ári)
Michael Bublé - All I want for christmas is you
Queen - Thank god it's christmas
Baggalútur - Það koma samt jól