Morgunútvarpið

21. des. - Aukagjöf, Framverðir, Ragga Nagli, Gunnar og Linda, sport

Í meira en tvo áratugi hefur fólk getað lagt svokallaða aukagjöf undir jólatréð í Kringlunni sem síðan eru færðar hjálparsamtökum til útdeilingar. Sökum ástandsins í samfélaginu fór gjafasöfnunin hægt af stað í ár, en Hulda kíkti við í Kringlunni og hitti þar Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra sem sagði okkur m.a. frá nýrri sóttfrírri leið til að gefa.

Við ræddum við Árna Björn Helgason sem vill heiðra þá sem standa í fremstu línu fyrir okkur öll hin þegar kemur að baráttunni við Covid. Hægt er að tilnefna fólk sem á skilið að fá þakklætis pening og skjal fyrir baráttuna. Framtakið heitir Framverðir og er meðal annars til komið vegna reynslu Árna sem hefur sjálfur fengið Covid.

Við slógum á þráðinn til Ragnhildar Þórðardóttur, Röggu Nagla, í Danmörku og ræddum aðeins jólafreistingar, núvitund og sátt á þeim neyslutíma sem framundan er og við spurðum hana í leiðinni út í ástandið í Danmörku þar sem reglur hafa verið hertar enn frekar og stefnir í lágstemmt jólahald líkt og víðast annars staðar.

Gunnar Helgason er einn afkastamesti rithöfundur landsins og í ár gefur hann út bókina Barnaræninginn sem líkt og fyrri barnabækur hans hefur slegið í gegn. Linda Ólafsdóttir myndhöfundur myndskreytir bókina og þau kíktu til okkar í morgunkaffi og bókaspjall

Síðasta íþróttaspjall okkar á árinu var í dag þegar Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson leit við og við fórum yfir helstu tíðindi úr heimi íþróttanna.

Tónlist:

Grétar Örvarsson - Á grænni grein.

Mugison og GDRN - Heim.

Elín Ey - Jólaljósin.

Manfred Mann - Blinded by the light.

José Feliciano - Feliz Navidad.

Þú og ég - Mín jól (eru ætluð þér).

Eivör Pálsdóttir - Dansaðu vindur.

Andrea Gylfa og Ragnar Bjarnason - Hátíð í bæ.

Fleetwood Mac - Gypsy.

Dolly Parton - Winter wonderland.

Birt

21. des. 2020

Aðgengilegt til

21. mars 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir