Morgunútvarpið

17.des.-Fæðingarorlof, málfar, Matvælasjóður, jólahald, fjölbreytileik

Geðverndarfélag Íslands hefur gagnrýnt þann ósveigjanleika sem því finnst einkenna nýtt frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fæðingarorlofið lengist úr 9 mánuðum í 12 og að foreldrar geti skipt því á milli sín þannig að annað skuli taka 6 mánuði og hitt 6, en foreldrar geti þó framselt einn mánuð til hins. Geðverndarfélagið lét gera Gallup könnun um málið og við heyrðum af niðurstöðum könnunarinnar hjá Kjartani Valgarðssyni framkvæmdastjóra félagsins.

Við fengum Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunaut í heimsókn og spjölluðum um íslenskt mál. Vorum á jólalegum nótum líkt og síðustu viku.

Við ræddum nýstofnaðan Matvælasjóð sl. vor, en í gær var úthlutað úr honum í fyrsta sinn. Við heyrðum í Grétu Maríu Grétarsdóttur stjórnarformanni sjóðsins um hvernig til tókst í fyrstu umferð.

Mörgum brá í gær þegar fréttir bárust af því að mælst væri til þess að íbúar hjúkrunarheimila færu ekki í boð eða heimsóknir um jólin og ef þeir gerðu það yrðu þeir að fara í sóttkví hjá ættingja áður en þeir mættu snúa aftur. María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu heimilanna fór yfir þetta með okkur og sagði okkur hvernig jólahaldi verður háttað á heimilunum þetta árið.

Þær Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir sem halda úti fræðsluvettvangnum Hinseginleikinn hafa ritað bókina Vertu þú sem segir litríkar sögur af fjölbreytileikanum og hvetur til fordómaleysis og víðsýni. Við fengum þær í heimsókn, ræddum bókina og af hverju þær fóru út í þessa útgáfu, sem og umræðu um kynrænt sjálfræði sem átt hefur sér stað á Alþingi undanfarna daga.

Tónlist:

Grétar Örvarsson - Á grænni grein.

Arnar Dór - Desember.

Ragnhildur Gísladóttir - Lítið jólalag.

Harald - Fullkomin.

Elly og Vilhjálmur - Jólasnjór.

Sinfó og leikarar Þjóðleikhússins - Ég hlakka svo til.

America - Ventura highway.

Svala og Friðrik Ómar - Annríki í desember.

Wham - Last Christmas.

The Pogues og Kirsty McColl - Fairytale of New York.

Birt

17. des. 2020

Aðgengilegt til

17. mars 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir