Morgunútvarpið

14. des - Dýraathvarf, Almannavarnir, brunavarnir, þjóðgarður, íþrótti

Líflukka Dýraathvarf er rekin af sjálfboðaliðum og með styrkjum frá almenningi. En hvað nákvæmlega er dýraathvarf og hvernig byrjaði þetta allt saman? Dóra Ásgeirsdóttir sagði okkur nánar af þessu.

Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavörnum var á línunni en fréttir helgarinnar benda til þess að almenningur sé farin að sláka á í sóttvörnum. Almannavarnarteymið hefur áhyggjur af stöðunni.

Íris Guðnadóttir, brunaverkfræðingur hjá Securitas, sagði okkur frá brunavörnum nú fyrir jólin enda dæmi um að eldur hafi komið upp í húsnæði á aðfangadagskvöld. Síðan eru fyrirtæki að hólfa niður húsnæði sitt vegna Covid, getur það haft áhrif á brunavarnir?

Guðveig Lind Eyglóardóttir, ferðamálafræðingur og oddviti framsóknar í Borgarbyggð, var á línunni hjá okkur en hún segir í grein á dögunum að það sé illa ígrunduð ákvörðun og tímaskekkja að líta svo á að stofnun hálendisþjóðgarðs sé jákvæð viðbót við ferðaþjónustu og tæki til verndun náttúrunnar. Hún veltir því upp hvort þjóðgarðurinn sé leið fyrir VG að koma í veg fyrir sjálfbæra orkunýtingu í landinu.

Einar Örn Jónsson kom með fréttir af helgarsportinu

Tónlist:

Baggalútur ásamt Bríeti og Valdimar Guðmundssyni - Jólin eru okkar

Stevie Wonder - Someday at christmas

Paul McCartney - Wonderful christmastime

Sniglabandið - Haltu kjafti

Þú og ég - Hátíðarskap

Durand Jones og The Indications - Young americans

Sverrir Bergmann og Elísabet Ormslev - Það koma alltaf jól

Travis ásamt Josephine - Idlewild

Bríet - Rólegur kúreki

Birt

14. des. 2020

Aðgengilegt til

14. mars 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir