• 00:19:24Jólamarkaðir
  • 00:30:58Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR
  • 00:44:36Jólasveinasafn
  • 00:58:02Linda Ben um kökuuppskriftir
  • 01:17:37Hégómavísindahornið

Morgunútvarpið

11. des.- Jólamarkaðir, stuðningslán, sveinkar, bakstur, hégómavísindi

Jólamarkaðir hafa verið vinælir fyrir hver jól en nú eru ekki venjulega jól og okkur lék forvitni á að vita hver staðan væri á jólamörkuðum í Reykjavík og í Hafnarfirði. Verður þetta eins og fólk þekkir og hvernig er hugað að sóttvörnum? Rúnar fór á stjá og kíkti á Ingólfstorg og talaði þar við Helgu Kristínu Tryggvadóttur verkefnastýru Manhattan marketing, í Hafnarfirði varð Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri fyrir svörum.

Við heyrðum í Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, en VR hefur lagt til að þau heimili sem hafa orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum vegna heimsfaraldursins fái aðstoð í formi stuðningslána með aðkomu ríkisins og bankanna. Hugmyndin var kynnt stjórnvöldum fyrir mánuði en Ragnar segir að lítið hafi gerst síðan þá.

Egill Sigvaldason á Ólafsfirði hefur til margra ára sankað að sér jólasveinum, úr öllum áttum og af öllum gerðum, og hann er fyrir löngu hættur að hafa tölu á hversu mörgum sveinum hann hefur sankað að sér. Gígja Hólmgeirsdóttir hringdi í Egil og forvitnaðist um alla þessa jólasveina.

Við settum á okkur svunturnar og fórum í bakaragírinn því áhrifavaldurinn vinsæli Linda Ben kom við hjá okkur og ræddi jólabakstur af ýmsum gerðum, eða sortum ættum við kannski frekar að segja. Hún var að gefa út bókina Kökur þar sem bæði er að finna uppskriftir og fróðleik.

Hégómavísindahornið var á dagskrá þar sem Freyr Gígja Gunnarsson sagði okkur sitthvað áhugavert af fræga fólkinu.

Tónlist:

Baggalútur - Jólin eru okkar (ft. Valdimar Guðmundsson og Bríet).

U2 - Christmas (Baby please come home).

Svala og Friðrik Ómar - Annríki í desember.

Miley Cyrus - Prisoner (ft. Dua Lipa).

Pálmi Gunnarsson - Gleði- og friðarjól.

Katla María - Ég fæ jólagjöf.

Bogomil Font og Stórsveit Reykjavíkur - Erta þú jólasveinn.

Big Country - Chance.

Bing Crosby - It's beginning to look a lot like Christmas.

Birt

11. des. 2020

Aðgengilegt til

11. mars 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir