Morgunútvarpið

10. des. - Ljósið, málfar, íþróttir, Gerður og Halldór, uppistand

Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess hefur, líkt og svo margir aðrir, þurft að gera miklar breytingar á starfsemi sinni í Covid faraldrinum. Þar hefur reynt á styrk og útsjónarsemi starfsfólks Ljóssins sem hefur fundið nýjar leiðir til að hlúa að viðkvæmum skjólstæðingum sínum. Ljósablaðið er t.d. nýkomið út og er í fyrsta sinn rafrænt, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, Markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins kíkti til okkar í spjall og sagði okkur meira.

Við töluðum um íslenskt mál við Önnu Sigríði Þráinsdóttur og í dag voru jólasveinar á dagskrá.

Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, var á línunni hjá okkur en tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum hafa í för með sér breytingar á íþróttastarfi næstu vikunnar. Ljóst er að einhvers misskilnings hefur gætt með það hverjir nákvæmlega mega æfa og Lárus fór yfir þetta með okkur og sagði okkur frá því hvernig honum líst á framhaldið.

Gerður Kristný er afkastamikill rithöfundur og skrifar jafnt skáldsögur fyrir börn sem fullorðna í bland við ljóðabækur. Hún hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir skemmstu og nú er hennar nýjasta verk tilnefnt til Fjöruverðlaunanna. Það er bókin um Iðunni og afa pönk sem Halldór Baldursson myndskreytti og þau Gerður ætla að komu til okkar í spjall eftir átta fréttir.

Uppistandshópurinn VHS ætlar að leggja sitt til til að gleðja þjóðina með því að bjóða upp á ókeypis jólasýningu um helgina. Þar ætla þau að gleðjast og grínast með jólahefðir m.a. Stefán Ingvar Vigfússon kom til okkar og sagði okkur meira, m.a. af ristabrauðsáti á aðfangadagskvöld.

Tónlist:

Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson - Desemberkveðja.

Kristín Sesselja - Earthquake.

Halli og Laddi - Leppur, Skrekkur og Leiðindaskjóða.

Gunnar Ólason ofl. - Komdu um jólin.

Ramones - Blitzkrieg bop.

Queen - Thank God its Christmas.

Arlo Parks - Green Eyes.

Birt

10. des. 2020

Aðgengilegt til

10. mars 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir