Eigendur líkamsræktarstöðvar íhuga nú réttarstöðu sína og hafa leitað til lögfræðings vegna nýrra sóttvarnarreglna. Þeim þykir furðulegt að sundlaugar og annarskonar íþróttastarfsemi sé leyfð á sama tíma og stöðvarnar þurfa að vera lokaðar. Við töluðum við Jakobínu Jónsdóttur, sem er einn eiganda Granda 101.
Við heyrðum í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hún hefur boðað til vefþings í dag um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum til ársins 2030, þar sem fjölbreyttur hópur fyrirlesara kemur fram. Í framhaldinu verða haldnar vinnustofur þar sem þátttakendur vinna að mótun framtíðarsýnar sem heilbrigðisráðuneytið mun svo vinna úr. Ljóst er að heimsfaraldurinn hefur áhrif á geðheilbrigði ekki síður en líkamlegt heilbrigði og því að mörgu að huga í þeim málum næstu misserin. Við spurðum hana einnig út í stöðu mála í faraldrinum, nýjar sóttvarnarreglur og bólusetningar.
Þetta árið eru margir sem að hafa þurft að hugsa út fyrir boxið eftir að hafa ýmist vinnuna eða atvinna þeirra ekki að skila tekjum. Eitt slíkt verkefni hefur verið sett á laggirnar. Skóli. Skýið er skapandi skóli fyrir fólk sem vill auka við þekkingu sína og sköpunarkraft og jafnframt búa sér til ný tækifæri. Þær Edda Konráðsdóttir, Unnur Eggertsdóttir og Hildur Kristín Stefánsdóttir eru stofnendur en Edda sagði okkur meira.
Við heyrðum í Jóhannesi Skúlasyni, framkvæmdastjóra ferðaþjónustunnar, um næstu mánuði í greininni. Það styttist í bóluefni og fram kom á dögunum að staðan í greininni væri ekki jafn svört og óttast var. Þá hefur amk ein bílaleiga greint frá því að hún hyggist auka umsvif sín á næstu vikum.
Jóhann Hlíðar Harðarsson á Spáni var einnig á línunni hjá okkur þennan miðvikudag eins og aðra.
Tónlist:
Björgvin Halldórsson - Mamma
Baggalútur, Valdimar Guðmundsson og Bríet - Jólin eru okkar
KK & Ellen - Jólin alls staðar
Sycamore tree - Picking fights and pulling guns
Queen - Thank god it's christmas
Abba - Super trouper
Robbie Williams - Can't stop christmas
Of monsters and men - Visitor