Morgunútvarpið

7. des. - VIRK, endurhæfing, jólaterta, félagsmiðstöðvar og íþróttir

Sjaldan hafa góð samskipti verið jafn mikilvæg og nú á erfiðum tímum, en að sama skapi getur líka verið erfitt að sýna öðrum tillit, vera umhyggjusamur og gefa af sér þegar maður er undir álagi. VIRK starfsendurhæfing hvetur fólk til góðra samskipta og bendir á að jákvæðni smiti út frá sér. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK kíkti til okkar og ræddi þetta og sagði okkur líka frá starfsemi VIRK á tímum heimsfaraldurs.

Fjöldi fólks þarf nú þegar, og fleiri munu þurfa, á endurhæfingu að halda eftir Covid veikindi. Meðal þeirra sem koma að því verkefni eru sjúkraþjálfarar, en nýlega var fjallað um endurhæfingu eftir Covid í hlaðvarpsþáttunum frá Toppi til táar. Gunnlaugur Már Briem sjúkraþjálfari stýrir þáttunum og hann settist hjá okkur og ræddi þessi mál og aðkomu sjúkraþjálfara.

Á Fésbókinni eða Facebook er hópur með ríflega 1400 meðlimi sem allir eiga það sameiginlegt að vera miklir áhugamenn um jólalagtertuna brúnu með hvíta kreminu. Hópurinn heitir Vinir grænu jólatertunnar. Einn forsvarsmanna hópsins er Steinn Kári Ragnarsson. Við heyrðum í honum.

TUFF Ísland, sem er aðili að alþjóðlegu góðgerðarsamtökunum tuff.earth, Samfés, Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa og Tvær grímur hafa tekið höndum saman og senda landsmönnum skilaboð umhyggju og góðvildar. Búið er að útbúa umhyggjuhefti með fjölbreyttum og skemmtilegum hugmyndum og verkefnum sem fólk á öllum aldri, fjölskylda og vinir, geta tekið þátt í saman. Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Samfés, var á línunni og fræddi okkur um þetta og ræddi líka starfsemi félagsmiðstöðva á Covid tímum.

Við fórum yfir helstu tíðindi af íþróttum helgarinnar með Einar Erni Jónssyni íþróttafréttamanni.

Tónlist:

Bubbi Morthens - Sól rís.

Joni Mitchell - River.

Raggi Bjarna og Eyþór Ingi - Er líða fer að jólum.

Helgi Björnsson - Ef ég nenni.

Elín Ey - Jólaljósin.

GDRN - Áður en dagur rís (ft. Birnir).

Baggalútur - Kósýkvöld í kvöld.

The Weeknd - Save your tears.

Birt

7. des. 2020

Aðgengilegt til

7. mars 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir