Morgunútvarpið

3. des. - Jólahagtölur, málfar, verslun, þjóðgarður og kolefnisjöfnun

Við héldum áfram að tala um jóladagatöl í dag, en að þessu sinni um óhefðbundið jóladagatal sem Viðskiptaráð hefur gefið út. Þar er að finna forvitnilegan fróðleik er varðar hagtölur jólanna og við slógum á þráðinn til nýs framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, Svanhildar Hólm Valsdóttur, og fengum að vita hvað jólin kosta.

Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur ræddi íslenskt mál við okkur og að þessu sinni var kuldinn okkur hugleikinn.

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, var á línunni hjá okkur og við spurðum hana um hvernig hún sér fyrir sér jólaverslun á matvöru núna mitt í samkomutakmörkunum.

Við heyrðum í Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, um stöðuna hjá hans fyrirtæki en starfsemi lónsins hefur verið í skötulíki síðustu mánuði og við ræddum einnig við hann um áformaðan hálendisþjóðgarð, en hann segir að með honum skapist stórkostleg tækifæri fyrir náttúruvernd og ferðaþjónustu.

Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist oft, en á þessu skrítna ári hefur farið minna fyrir kolefnisjöfnun ýmissa fyrirtækja þar sem starfsemi hefur dregist mikið eða alveg saman, t.d. í fluginu. Votlendissjóðurinn og fleiri verkefni sem vinna með einstaklingum og fyrirtækjum við að kolefnisjafna starfsemi sína finna vissulega fyrir breytingum og við ræddum þetta mál aðeins við Einar Bárðarson framkvæmdastjóra sjóðsins.

Tónlist:

Elín Ey - Jólaljósin.

Paul Simon - Me and Julio down by the schoolyard.

George Michael - Faith.

Rakel Björk - Nú mega jólin.

Friðrik Ómar - Desember.

Kiriyama Family - Every time you go.

Hall and Oates - Maneater.

Hreimur - Skilaboðin mín.

Birt

3. des. 2020

Aðgengilegt til

3. mars 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir