Morgunútvarpið

30. nóv - Póstur, skammtatölva, klám. Kári og íþróttir

Morgunútvarpið 30.11.2020

Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson

Skiladagar fyrir póstsendingar bæði innan og utanlands eru fyrr á ferðinni þetta árið vegna Covid. Pósturinn hvetur fólk til að kynna sér þetta og vera í fyrra fallinu. Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdarstjóri þjónustu og markaðar hjá Íslandspósti, var í símanum.

Sigurður Erlingsson, eðlisfræðingur og prófessor við verkfræðideild HR, sagði okkur frá skammtatölvum en þær munum umbylta reiknigetu tölvu og leiða til byltingakenndra breytinga á sumum sviðum.

Sjást afleiðingar af klámáhorfi í nánum samböndum hjá ungu fólkii? Reynsla ráðgjafa hjá Aflinu, sem eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á norðurlandi, sýnir það. Þessa daga stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi. Sigurbjörg Harðardóttir ráðgjafi hjá Aflinu fór yfir þetta með okkur.

Kári Stefánsson ræddi við okkur um stöðuna í faraldrinum eins og hún blasir við okkur núna.

Við rendum yfir íþróttir helgarinnar.

Tónlist:

Sigurður Guðmundsson - Það snjóar

A-ha - Hunting high and low

Mugison - Stingum af

Coldplay - Christmas lights

Kristín Sesselja - Earthquake

Sycamore tree - Picking fights and pulling guns

Toggi - Heart in line

Band aid - Do they know it's christmas

London grammar - Californian soil

Jónas Sigurðssson - Hafið er svart

Birt

30. nóv. 2020

Aðgengilegt til

28. feb. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir