Morgunútvarpið

24. nóv. - Styrkir, Flateyri, Kristjana, iðngreinar og tækni

Félagsmálaráðuneytið gerir nú tekjulágum fjölskyldum kleift að sækja styrki upp á 45.000 krónur vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna fædd á árunum 2005-2014. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir aðgerðir stjórnvalda mikilvægt innlegg gegn neikvæðum áhrifum COVID-faraldursins og hjálpi til við að gera öllum kleift að vera með og taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Auður var á línunni.

Í gær var haldinn íbúafundur á Flateyri þar sem fulltrúar viðbragðsaðila fóru yfir aðgerðir sem gripið hefur verið til í kjölfar snjóflóðanna 14. janúar sl. og viðbrögð við uppfærðu hættumati og rýmingaráætlun. Helena Jónsdóttir verkefnastjóri á Flateyri var á línunni og sagði okkur frá stöðu mála.

Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður hefur dvalið á Spáni og víðar í Evrópu undanfarna mánuði og líkar vel. Hún birti færslu um daginn þar sem hún hvatti fólk til að pakka niður og drífa sig suður á bóginn. Við hringdum til hennar á Spáni og heyrðum af lífinu þar.

Skýrsla OECD, Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, sem kynnt var á dögunum hefur fallið í grýttan jarðveg hjá iðngreinunum. Lagt er til að löggilding fyrir t.d. ljósmyndara og bakara verði lögð niður. Bakarar segja að OECD virðist hvorki hafa kynnt sér aðstöðu bakaraiðnarinnar né aðgengi að námi og nemasamningum þegar stofnunin lagði til að löggildingin yrði lögð af. Sigurður Már Guðjónsson í Bernhöftsbakaríi segir tillögurnar grófa aðför að gæðum og fagmennsku í landinu og að verið sé að lögleiða fúsk. Við heyrðum í Sigurði.

Við kíktum í tæknihornið í dag þegar Guðmundur Jóhannsson heimsótti okkur með tíðindi af tækni og ræddi þar samfélagsmiðla.

Tónlist:

Ásgeir Trausti - Bernskan.

Thin Jim and the Castaways - Leaves still green.

Duffy - Warwick Avenue.

Queen - Somebody to love.

Herbert Guðmundsson - Lífið.

Dikta - Thank you.

Christine and the Queens - People, Ive been sad.

Coldplay - Viva la vida.

Birt

24. nóv. 2020

Aðgengilegt til

22. feb. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir