Morgunútvarpið

23. nóv. - Orgel, loftmengun, skautasvell, jólaverslun og íþróttir

Hulda brá sér í kirkju í Keflavík til að skoða nýtt orgel sem verið er að leggja lokahönd á. Orgelið telur rúmar 1000 pípur og er fjármagnað af orgelsjóði bæjarbúa. Við heyrðum spjall Huldu við Arnór Vilbergsson organista, Björgvin Tómasson orgelsmið og Margréti Erlingsdóttur rafvirkja.

Loftmengun í höfuðborginni fór í síðustu viku yfir heilsuverndarmörk og er notkun nagladekkja þar helst kennt um. Borgin kannar mánaðarlega hlutfall nelgdra og ónelgdra dekkja en í ljós hefur komið, í fyrstu talningu, að fjöldi þeirra sem notar negld dekk minnkar á milli ára. En innlögnum fjölgar á spítala og hjartaslögum og heilablóðföllum fjölgar þegar svifryk er mikið skv. því sem sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í Silfrinu í gær. Við heyrðum í Svövu S. Steinarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Reykjavíkurborg um loftmengunina.

Um næstu helgi opnar skautasvellið á Ingólfstorgi, en það er orðið fastur hluti af jólastemmningunni í miðborginni. En nú eru fjöldatakmarkanir og óvissa með hvað tekur við þeim efnum eftir 2. desember. Hvernig gengur að skipuleggja svona viðburð með þetta í huga? Við heyrðum í Gunnari Lár Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Manhattan Events sem stýrir skipulagningunni og uppsetningunni.

Nú styttist í jólin og fyrir liggur að jólaverslunin verður með öðrum hætti en venjulega. Meira er verslað á netinu og kaupmenn eru enn í talsverðri óvissu um hversu mörgum þeir mega hleypa inn í búðir sínar á aðventunni. Samtök verslunar- og þjónustu hafa gagnrýnt hvernig sóttvarnarráðstafanir eru í verslunum og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri samtakanna, var á línunni.

Að lokum spjölluðum við aðeins um íþróttir helgarinnar við Evu Björk Benediktsdóttur fulltrúa íþróttadeildarinnar, ræddum kvennaknattspyrnu og landsleiki framundan, Elísabetu Gunnarsdóttur þjálfara o.fl.

Tónlist:

Teitur Magnússon - Kysstir mig.

Elbow - Golden slumbers.

Paul Simon - 50 ways to leave your lover.

Travis - Writing to reach you.

Megas, Ágústa Eva og Senuþjófarnir - Lengi skal manninn reyna.

Air - All I need.

Stuðmenn - Fljúgðu.

Kristín Sesselja - Earthquake.

Depeche Mode - Going backwards.

Helgi Björns, Salka Sól og Reiðmenn vindanna - Saman (höldum út).

Birt

23. nóv. 2020

Aðgengilegt til

21. feb. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir