• 00:19:51Unicef
  • 00:32:36Spánarspjall
  • 00:46:38Vinnuslys
  • 01:03:00Framhaldsskólanemar
  • 01:19:19Barnabókmenntir

Morgunútvarpið

20. nóv - Unicef, spánarspjall, vinnuslys, framhaldsskólanemar og barn

Morgunútvarpið 20.11.2020

Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson

Í dag er alþjóðadagur barna haldinn hátíðlegur um allan heim, en dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en sá sáttmáli liggur til grundvallar öllu starfi UNICEF í þágu barna. Nadía Lóa Atladóttir nýkjörinn formaður ungmennaráðs UNICEF á Íslandi og Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi komu til okkar og ræddu stöðu og réttindi barna.

Við heyrðum í okkar manni á Spáni, Jóhanni Hlíðar Harðarsyni. Þar eins og hér á landi, hafa menn áhyggjur af áhrifum enskunnar á málið, og svo hefur einn af fylgifiskum Covid farsóttarinnar verið að söfn víða um heim eru komin í mestu erfiðleika í rekstri.

Á hverju einasta ári berast um 7.700 tilkynningar um vinnuslys til slysaskrár Landlæknisembættisins. Þetta eru tæplega 5.700 tilkynningar um vinnuslys og rúmlega 2.000 tilkynningar um slys á börnum á skólatíma. Algengustu vinnuslysin eru fallslys, t.d. fall úr hæð án fallvarnarbúnaðar og fall um fyrirstöðu í gangvegi. Helstu banaslysin á meðal vinnuslysa eru fallslys. Við heyrðum í Gísla Níls Einarssyni sem er sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS.

Framundan eru próf í framhaldsskólum landsins. Nemar sem hafa unnið að mestu eða öllu leyti heima þessa önnina eru sumir hverjir kvíðnir. En hjálpin er nær en þeir halda. Og hafa kennarar áhyggjur af brotthvarfi úr skóla, fyrir næstu önn t.d., og hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir það? Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. Hann var í símanum.

Við hringdum í Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem vann í vikunni Vestnorrænu barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Langelstur að eilífu. Bergrún Íris státar einnig af titilinum Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar. Þá er hún með tvær bækur í jólabókaflóðinu, bækurnar Töfralandið og Bræðurnir bjarga jólunum, sem er jólabók með tónlist.

Tónlist:

Bubbi Morthens - Það er gott að elska

Björk og Tríó Guðmundar Ingólfssonar - Todeleyo

Kristín Sesselja - Earthquake

Geir Sæm - Er ást í tunglinu

GDRN - Vorið

Bruce Springsteen - Ghosts

Hreimur Örn Heimisson - Gegnum tárin

Alice Merton - No roots

ABC - When smokey sings

Birt

20. nóv. 2020

Aðgengilegt til

18. feb. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir