Háskóli Íslands stendur í vetur fyrir nýsköpunarhraðli fyrir konur undir merkjum Academy for Woman Entrepreneurs (AWE) í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Markmið hraðalsins er að efla konur í að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar í gegnum fræðslu og stuðning og efla tengslanet þeirra. Meðal þeirra sem miðla af reynslu sinni í gegnum námskeiðið er Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, vöru- og markaðsstjóri Florealis. Við heyrðum í henni.
Margir sakna rútínunnar þegar kemur að hreyfingu, enda fjöldi fólks sem stundar reglubundna líkamsrækt og íþróttir. Nú þegar líkamsræktarstöðvar og sundlaugar eru lokaðar hreyfa margir sig minna en vanalega eða á annan hátt og við veltum því fyrir okkur hvaða áhrif þessar breytingar og jafnvel langtíma hreyfingarleysi hefur á líkamann, svo ekki sé minnst á alla heimavinnuna sem unnin er við misjafnar aðstæður. Við ræddum þessi mál við Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfara.
Er rúmið mitt að drepa mig? er nafn á Facebook hóp þar sem umræður eru um eiturefni í rúmdýnum og margir telja sig vera að veikjast af þeirra völdum. Yfir 8300 manns eru skráðir í hópinn. En hvað segja yfirvöld? Málefnið heyrir undir Umhverfisstofnun og við heyrðum í Birni Gunnlaugssyni hjá UST.
Covid-19 alheimsfaraldurinn hefur verið erfiður viðureignar um allan heim en í Bretlandi hefur þurft að grípa til mjög harðra aðgerða. Sjöfn Ragnarsdóttir læknanemi starfar á sjúkrahúsi í Barnsley á Englandi en þar eru 172 Covid sjúklingar sem er hæsta hlutfall á öllu Englandi. Við hringdum til Englands og heyrðum í Sjöfn.
Við spjölluðum um íþróttir helgarinnar við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann. Þar bar hæst landsleik í knattspyrnu, nýja kynslóð knattspyrnumanna, kvennalandsliðið í körfu og Lewis Hamilton.
Tónlist:
Helgi Björns og Reiðmenn vindanna - Saman (höldum út) ft. Salka Sól.
Hipsumhaps - Lsmlí (Lífið sem mig langar í).
KK - Bráðum vetur.
Nýdönsk - Á plánetunni Jörð.
Bríet - Sólblóm.
Mammút - Ró.
Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar - Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum.
GDRN - Vorið.
Ellen og Mannakorn - Litla systir.
Auður - Freðinn.