• 00:22:18Netverslunardagurinn
  • 00:32:57Tölvuleiklist
  • 00:48:27Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
  • 01:02:35Arnarholt
  • 01:21:47Jóhann Hlíðar

Morgunútvarpið

11.nóv. - Netverslun, tölvuleiklist, lögheimili, vistheimili og Spánn

Í dag er 11. nóvember, 11.11. og það mun vera dagur einhleypra - eða Singles Day upp á ensku. Hvað þýðir það eiginlega? Og hvernig tengist það netverslun? Brynja Dan veit allt um þetta en hún er upphafsmaður sérstaks netverslunar átaks á Íslandi á þessum degi. Brynja var á línunni.

Leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með eitt aðalhlutverkanna í nýjum tölvuleik, Assassins Creed: Valhalla, sem kom út í vikunni. Í prufu fyrir hlutverkið hélt Guðmundur að það væri fyrir lélega kanadíska víkingamynd, svo mikil var leyndin yfir verkefninu. En hvernig leikur maður í tölvuleik? Við hringdum til Gdansk í Póllandi en þar er Guðmundur þessa dagana við störf.

Við fjölluðum á mánudag um mál föðurs sem var rukkaður um meðlag sjö ár aftur í tímann af fyrrverandi sambýliskonu sinni, þrátt fyrir að hafa gert samkomulag sín á milli um jafna umgengni og framfærslu, sem staðið var við frá upphafi. Þetta getur móðirinn gert í krafti þess að barnið er skráð með lögheimilið hjá henni. Lögheimilisforeldri hefur mun meiri rétt en hitt foreldrið þegar kemur að daglegum hagsmunum barnsins og einnig þegar um er að ræða opinberan fjárhagsstuðning. Lögfræðingur sem við ræddum við í þættinum gagnrýndi stjórnvöld fyrir að hafa verið sofandi í þessum málum um margra ára skeið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra fór yfir stöðu mála en fyrir liggur frumvarp um breytingar á þessum málaflokki.

Í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi var greint frá slæmri meðferð vistmanna á Arnarholti allt til ársins 1971, en þar dvaldi fatlað og mikið veikt fólk. Dæmi eru um að fólk hafi verið sett í einangrun í litlum fangaklefa vikum saman, en þessar upplýsingar komu fram í vitnaleiðslum yfir starfsfólki sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings. Eiríkur Smith réttindagæslumaður fatlaðra var á línunni og ræddi málið við okkur og mikilvægi þess að rannsaka slík mál jafnvel þó langt sé um liðið.

Jóhann Hlíðar Harðarson var svo á línunni frá Spáni og flutti okkur tíðindi þaðan og víðar. Þar komu við sögu mótmæli, réttarhöld og finnskir apar.

Tónlist:

Mugison og GDRN - Heim.

Baggalútur - Er ég að verða vitlaus eða hvað?

The Stranglers - Skin deep.

Melody Gardot og Sting - Little something.

Jón Jónsson - When youre around.

Supertramp - The logical song.

London Grammar - Californian soil.

Stjórnin - Ég fæ aldrei nóg af þér.

Birt

11. nóv. 2020

Aðgengilegt til

9. feb. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir