Morgunútvarpið 10.11.2020
Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson
Guðni Ágústsson fyrrum landbúnaðarráðherra er ekki alls kostar sáttur við stöðu landbúnaðarins í stjórnkerfinu og segir í opnu bréfi til forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að landbúnaðurinn sé í skúffuráðuneyti og stöðugt halli undan fæti. Hann rekur í bréfinu, sem birtist í Bændablaðinu í síðustu viku, ástæður þess að svo er komið og hvetur stjórnvöld til breytinga svo landbúnaðurinn megi vera lífvænlegur. Guðni kom til okkar og ræðddi þessi mál.
Stýrihópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur skilað skýrslu um þjónustu við gæludýr þar sem þar sem lagt er til að öll málefni dýra verði á einni hendi hjá borginni. Hundaeigendur segjast sáttir við að skýrsluna en leggja samt til breytingar. Freyja Kristinsdóttir frá Félagi ábyrgra hundaeiganda segir möguleika á að hundaeigundur muni þá borga fyrir önnur dýr. Við spurðum Freyju nánar út í þetta.
Árni Árnason sem hefur unnið í markaðsmálum tók uppá því fyrir nokkrum árum að skrifa barnabækur. Í fyrra kom t.d. út bókin Friðbergur forseti og núna í ár er það Háspenna, lífshætta á Spáni. Gott ef hann fékk ekki hjálp frá dóttur sinni þar. En hvað fær menn til að skipta svona um gír í lífinu? Við heyrðum í Árna.
Við heyrðum í Brynjari Níelssyni, alþingismanni, sem skrifaði grein á Vísi í gær með fyrirsögninni Alræði. Hann gagnrýnir þar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda harðlega og segist sjálfur hættur meðvirkni með þeim. Hann tiltekur að börn megi ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfi svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður séu opinber smánun. Öll gagnrýni sé kaffærð með hræðsluáróðri og að allt sé þetta með eindæmum.
Guðmundur Jóhannsson mætti í tæknihornið sitt.
Tónlist:
Klassart - Gamli grafreiturinn
Duran Duran - Perfect day
Jóhanna Guðrún - Sumar konur
Auður ásamt Valdimar Guðmundssyni og Club Dub) - 2020
Hall & Oates - I can't go for that (No can do)
Nýdönsk - Örlagagarn
Ed Sheeran - Lego house
Coldplay - Clocks
Björk - Big time sensuality
Elín Jónína Bergljótardóttir - Ég rís