Morgunútvarpið

3. nóv - Hönnunarmars, Víðir Reynis, Birgir Jóns, kosningar og vísindi

Morgunútvarpið 3.11.2020

Umsjónamenn: Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson

Hönnunarmars fer fram á næsta ári en opnað hefur verið fyrir umsóknir. Þórey Einarsdóttir sagði okkur að hverju er verið að leita og hverjir ættu að sækja um.

Fréttir hafa borist af því að viðskiptavinir sumra verslana ausi svívirðingum yfir starfsfólk sé þeim bent á grímuskyldu í viðkomandi verslun. Er Covid-þreytan farin að bera fólk ofurliði? Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fór yfir stöðuna með okkur.

Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts, sagði óvænt starfi sínu lausu en fréttir af því bárust í gær. Birgir hefur snúið rekstri Íslandpósts við á 16 mánuðum en hann tók við í júní 2019. En hvað kom til að hann hættir og hvað er hann að fara að gera? Við heyrðum í Birgi.

Friðjón Friðjónsson, áhugamaður um bandarísk stjórnmál, kom til okkar og fór yfir stöðuna, þegar fáeinir klukkutímar voru í að kjörstaðir opni í bandaríkjunum.

Sævar Helgi Bragason kom og fjallaði um vísindi.

Tónlist:

Trúbrot - My friend and I

Rod Stewart - Maggie May

Bríet - Rólegur kúreki

Wallflowers - One headlights

Jónas Sigurðsson - Hafið er svart

Rúnar Júlíusson - Hamingjulagið

Bruce Springsteen - Streets of Philadelphia

Bubbi Morthens - Sól rís

Elton John - Goodbye yellow brick road

Snorri Helgason - Gleymdu mér

Birt

3. nóv. 2020

Aðgengilegt til

1. feb. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir