Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson, Rúnar Róbertsson og Gígja Hólmgeirsdóttir
Á Akureyri er verið að endurhugsa leiðanet strætisvagna bæjarins og nú hafa fyrstu tillögur að nýju kerfi litið dagsins ljós. Næsta skref verkefnisins er að fá bæjarbúa inn í samtalið og býður Akureyrarbær upp á að íbúar sendi inn hugmyndir og ábendingar um nýja kerfið. Gígja Hólmgeirsdóttir hitti Hrafn Svavarsson, forstöðumann umhverfismiðstöðvar, og kynnti sér málið.
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Borgarstjórn, var á línunni hjá okkur og fór yfir hvað honum finnst um þau uppbyggingaráform í húsnæðismálum sem meirihlutinn í Borgarstjórn kynnti fyrir helgi. Mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar sagði Borgarstjóri við þetta tækifæri.
Sóttvarnarreglur yfirvalda hafa áhrif á okkur flest. Ferðabransinn er botnfrosinn t.d. Veitingahúsin hafa fengið að halda opnu með miklum takmörkunum. Sumir segja það bjarnargreiða, betra væri bara að loka. Á línunni hjá okkur var Emil Helgi Lárusson hjá Serrano en hann er einn þeirra sem koma að stofnun Samtaka fyrirtækja í veitingabransanum. Við tókum púlsinn á veitingageiranum.
Nox Medical var að auglýsa ný tækni-, verkfræði- og þekkingarstörf vegna aukinna umsvifa og hægstæðari rekstrarskilyrða í framhaldi af breytingu á lögum um nýsköpunarfyrirtækja. Starfsmönnum á íslandi fjölgar um 15 prósent við þetta og við ræddum við Pétur Má Halldórsson, framkvæmdastjóra NM um þetta.
Við fórum yfir íþróttir helgarinnar með Evu Björk Benediktsdóttur.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram í ár en með breyttu sniði og undir öðru nafni. Hún verður rafræn en hvernig fer þetta fram? Sindri Ástmarsson hjá Senu live sagði okkur það.
Tónlist:
Bubbi Morthens - Fallegur dagur
Sálin hans Jóns míns - Undir þínum áhrifum
Brimkló - Þrír litlir krossar
Albatross - Já það má
Mannakorn - Gamli góði vinur
Pétur Kristjánsson - Gamlar myndir
Queen - Killer Queen
Men at work - Who can it be now
Of monsters and men - I of the storm
Travis ásamt Susönnu Hoffs - The only thing
Ísold - Let me love you