Morgunþáttur Rásar 1 og 2

Staða sveitarfélaga og fjölmiðla, sundlaugar, ferðamál, hönnun og hégó

Staða sveitarfélaganna hefur verið til umræðu síðustu daga, en þau hafa mörg hver orðið fyrir þungu höggi vegna ástandsins. Unnur Valborg Hilmarsdóttir er framkvæmdastjóri samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hún sagði okkur frá stöðunni, sem þyngist með hverjum deginum. Rekstrargrundvöllur margra lítilla fyrirtækja er horfinn.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, ræddi við okkur um endurgreiðslur á ferðalögum og líka um það hvert flugframboðið gæti orðið til og frá Íslandi í sumar. Mörg stór erlend flugfélög hafa hætt við flug til landsins og útlit er fyrir ef eitthvað framboð verður á flugi verði það til og frá meginlandi Evrópu.

Eitt af því sem margir sakna hvað mest í samkomubanni eru sundlaugarnar. Við tókum stöðuna á laugunum og ræddum við Elínu H. Gísladóttur, forstöðumann Sundlaugar Akureyrar. Hún sagði tímann sem lokað hefur verið hafa nýst vel til framkvæmda en allir starfsmenn hlakki til geta tekið á móti gestum á ný.

Þórir Guðmundsson, fréttastjóri fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, kom í þáttinn. Við töluðum við hann um stöðu einkarekinna fjölmiðla, og um það hvernig ólík ríki takast á við farsóttina, en Þórir vann lengi hjá Rauða krossinum og hefur mikla reynslu af alþjóðamálum. Hann sagðist óttast skelfilegar afleiðingar veirunnar á ýmis Afríkuríki, sem hafa ekki sömu innviði og tækifæri til koma skilaboðum á framfæri við íbúa.

Freyr Gígja Gunnarsson var á sínum stað með hégómavísindahornið. Meðal efnis var deila hjónanna Harry og Meghan við götublöðin í Bretlandi, og nýtt lag frá Rolling Stones.

Í lok þáttar var Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, á línunni. Hún ræddi við okkur um stöðu skapandi greina, en sagði fólk í þessum geirum ekki bera vandræði sín á torg, þrátt fyrir margir hafi orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna ástandsins.

Tónlist: Lukta-Gvendur - Björk ásamt tríói Guðmundar Ingólfssonar, Bílalest út úr bænum - Moses Hightower, Better together - Jack Johnson, Lovely day - Bill Withers, Stjörnuryk - Elíza Newman

Birt

24. apríl 2020

Aðgengilegt til

24. apríl 2021
Morgunþáttur Rásar 1 og 2

Morgunþáttur Rásar 1 og 2

Morgunþáttur Rásar 1 og 2 er sendur út á samtengdum rásum og í sjónvarpi á meðan neyðarstig almannavarna varir. Í þættinum verður upplýsingum um ástandið miðlað ásamt fréttum, umræðum og viðtölum um önnur málefni líðandi stundar.