Morgunþáttur Rásar 1 og 2

Framkvæmdagleði, Þýskaland, olíumarkaðurinn, ferðamál, hreyfing og lis

Í Þýskalandi er hefjast vinna við afléttingu hamla vegna Covid-19. Litlar verslanir hafa fengið opna á víða en staðan er ólík eftir fykjum. Arthúr Björgvin Bollason var á línunni frá Þýskalandi. Hann sagði líka frá könnun á áætluðum ferðalögum Þjóðverja, en þónokkur hluti þeirra mun líta til staða sem hafa náð góðum tökum á veirunni.

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, ræddi við okkur um framkvæmdagleði landans í ástandinu og hvað það er helst sem fólk ætlar sér gera við tímann. Mikil aukning hefur verið á sölu á málningu og gólfefnum, og pallaefni hefur líka rokið út. Árni hefur aftur á móti áhyggjur af stöðu byggingargeirans. Húsasmiðjan hefur sett starfsfólk á hlutabótaleiðina, meðal annars til geta hleypt fleiri viðskiptavinum í búðirnar, en sér fram á geta hækkað starfshlutföll aftur bráðum.

Vendingar á olíumarkaði voru meðal umfjöllunarefna í vikulegu spjalli við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans. Þórður fór líka yfir sviðsmyndir í ferðaþjónustu og sjávarútvegi, en svörtustu spár gera ráð fyrir samdrætti í gjaldeyristekjum upp á 330 milljarða króna í ferðaþjónustu en staðan í sjávarútvegi er betri. Þar hefur samdráttur numið 7,7 prósentum það sem af er ári.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála kom í þáttinn til ræða stöðu þessarar stóru atvinnugreinar, sem á undir högg sækja. Hún sagði liggja fyrir mörg fyrirtæki væru á leið í gjaldþrot. Hins vegar séu innviðir sterkir og náttúran stærsta aðdráttarafl Íslands, og það mun koma okkur vel.

Sævar Helgi Bragason var með vísindaspjall og talaði meðal annars tala um hreyfingu í tengslum við dreifingu veirunnar, og um mengun, sem getur aukið hættuna á því deyja úr Covid 19.

Listasafn Reykjavíkur hafði áformað halda upp á 20 ára afmæli starfseminnar í Hafnarhúsinu um helgina, en þeim hátíðarhöldum hefur eðli málsins samkvæmt verið frestað. Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, ræddi við okkur um stöðuna á safninu, en áformað er opna safnhúsin á 4. maí.

Tónlist: Segðu mér satt - Stuðmenn, If you leave me now - Chicago, Þú ferð mér svo ósköp vel?- Stefán Hilmarsson, Hvað er ástin - GDRN, Woman - John Lennon, Calm after the storm - The Common Linnets

Birt

21. apríl 2020

Aðgengilegt til

21. apríl 2021
Morgunþáttur Rásar 1 og 2

Morgunþáttur Rásar 1 og 2

Morgunþáttur Rásar 1 og 2 er sendur út á samtengdum rásum og í sjónvarpi á meðan neyðarstig almannavarna varir. Í þættinum verður upplýsingum um ástandið miðlað ásamt fréttum, umræðum og viðtölum um önnur málefni líðandi stundar.