Morgunþáttur Rásar 1 og 2

Svefnrannsóknir, ferðamál, menningargeirinn og verkalýðshreyfingin

Hlutabótaleiðin gagnast hátæknifyrirtækjum ekki jafn vel og mörgum öðrum fyrirtækjum. Þetta segir Pétur Már Halldórsson, forstjóri Nox Medical, fyrirtækis sem þróar og framleiðir lækningatæki til svefnrannsókna. Vísindamenn við John Hopkins háskóla rannsaka leiðir til nota tækin til gagnaöflunar vegna COVID-19 faraldursins.

Kristján Sigurjónsson ritstjóri Túrista ræddi um ferðamál í þættinum. Meðal annars um stöðu Finair, sem er í meirihlutaeigu finnska ríkisins, og um Norwegian, sem hefur verið umsvifamesta flugfélagið í ferðum milli Íslands og Spánar undanfarið. Þá hafa tvö bandarísk flugfélög og eitt kanadískt hætt við flug til Íslands.

Menningargeirinn hefur orðið fyrir þungu höggi vegna farsóttarinnar. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, fór yfir það sem snýr húsinu en loka þurfti Hörpu vegna samkomubannsins. Ágætlega hefur gengið endurskipuleggja viðburði, og Svanhildur segir áherslu lagða á geta komið þeim í gang á sem fyrst.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, kom í þáttinn og ræddi um hlutabótaleiðina og misnotkun á henni, deilur innan ASÍ og fleira. Hún segir mörg dæmi um brotið á fólki. Þá leggur ASÍ áherslu á hópum sem hafi orðið út undan hingað til verði mætt.

Helstu fréttir frá Hollywood voru á dagskrá hjá Frey Gígju Gunnarssyni. Hann fór yfir ýmislegt sem stjörnurnar aðhafast, meðal annars tilraunir til safna peningum fyrir góðgerðamál.

Í lok þáttar var rætt við Sigtrygg Baldursson, framkvæmdastjóra Útón. Útón gerði könnun meðal tónlistarmanna og annarra í tónlistargeiranum þar sem í ljós kom 90 prósent höfðu orðið fyrir neikvæðum áhrifum af Covid-19. Útón hefur kynnt niðurstöðurnar fyrir stjórnvöldum og vonast til brugðist verði við stöðu þessa geira, þar sem meirihlutinn er sjálfstætt starfandi.

Tónlist: Orðin mín - Sigurður Guðmundsson, Close your eyes - Michael Bublé, Ég lifi í draumi - Valdimar Guðmundsson og Lay Low. Þú komst við hjartað í mér - Hjaltalín, Söngur um lífið - Rúnar Júlíusson

Birt

17. apríl 2020

Aðgengilegt til

17. apríl 2021
Morgunþáttur Rásar 1 og 2

Morgunþáttur Rásar 1 og 2

Morgunþáttur Rásar 1 og 2 er sendur út á samtengdum rásum og í sjónvarpi á meðan neyðarstig almannavarna varir. Í þættinum verður upplýsingum um ástandið miðlað ásamt fréttum, umræðum og viðtölum um önnur málefni líðandi stundar.