Morgunþáttur Rásar 1 og 2

Sauðburður, heimsgluggi, sjúkraliðar, skólamál, Fljótsdalur, íþróttir

Einn mesti, og kannski líka besti, vorboðinn eru litlu lömbin en sauðburður er víða hafinn eða um það bil hefjast. Undanfarin ár hafa sauðfjárbændur þurft takast á við ýmis erfið verkefni, mikla kuldatíð vori m.a. og er það veirufaraldurinn. En náttúran heldur sínu striki og lömbin eru farin sjást á bænum Hallkelsstaðahlíð í Kolbeinsstaðahreppi á Snæfellsnesi. Sigrún Ólafsdóttir bóndi var á línunni af sauðburðarvakt í fjárhúsinu.

Í Heimsglugga dagsins fjallaði Bogi Ágústsson um Margréti Þórhildi Danadrottningu en hún er áttræð í dag. Hún hefur verið drottning Danmerkur síðan í janúar 1972 og hafa þrír sitjandi þjóðhöfðingjar verið lengur í embætti en hún.

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur álagið í heilbrigðiskerfinu stóraukist og mikil þörf skapast fyrir fleira starfsfólk. ekki síst þar sem opnuð var sérstök covid-19 deild við Landspítalann. Stofnað var til bakvarðasveitar heilbrigðisþjónustunnar og fjöldi fólks skráði sig. Úti í samfélaginu er margt fólk með menntun og reynslu í heilbrigðisgreinum sem einhverra hluta vegna hefur ákveðið vinna við annað, eða er við frekara nám. Síðast þegar ég vissi voru sextíu sjúkraliðar skráðir í bakvarðasveitina og meðal þeirra er Ásta Kristín Marteinsdóttir sem við heyrðum í.

Grunnskólarnir keppast við koma starfseminni í horf, en hún hefur verið skert vegna kórónuveirunnar og tíminn sem nemendur verja í skólanum styttri. Foreldrar kjósa margir halda börnum sínu heldur heima og dæmi eru um kennarar séu heima af ótta við smit og bera heim smit. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, var gestur Morgunþáttarins.

Fljótsdælingar hafa ákveðið fara nýstárlega leið til efla sitt 80 manna samfélag. Eftir fund um hvernig þau sæju dalinn fyrir sér árið 2035, settu þau upp styrktarsjóð og leita verkefnum til markmiðinu. Sjóðurinn geymir 70 milljónir króna til sex ára. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri, var á línunni.

Íþróttaáhugafólk hefur fengið lítið fyrir sinn snúð undanfarið enda allt íþróttastarf legið niðri. Þau ættu þó gleðjast í kvöld en þá fer í loftið fyrsti þáttur í nýrri þáttaröð sem ber heitið Áskorun, en þar fjallar Gunnlaugur Jónsson um íslenskt íþróttafólk sem skarað hefur fram úr, en hefur líka tekist á við stórar áskoranir í sínu lífi. Gunnlaugur var á línunni.

Tónlist:

Jóna Alla Axelsdóttir - Svo birti aftur til.

Sycamore Tree - Wild wind.

Kim Larsen - Papirsklip.

Fleetwood Mac - Landslide.

GDRN - Vikivaki.

Nýdönsk - Á plánetunni jörð.

Birt

16. apríl 2020

Aðgengilegt til

16. apríl 2021
Morgunþáttur Rásar 1 og 2

Morgunþáttur Rásar 1 og 2

Morgunþáttur Rásar 1 og 2 er sendur út á samtengdum rásum og í sjónvarpi á meðan neyðarstig almannavarna varir. Í þættinum verður upplýsingum um ástandið miðlað ásamt fréttum, umræðum og viðtölum um önnur málefni líðandi stundar.