Með segulbandstækið á öxlinni

Með segulbandstækið á öxlinni

Þáttur um byltinguna í gerð útvarpsþátta sem átti sér stað um miðja síðustu öld. Rætt við Björn Th. Björnsson listfræðing um þættina Um helgina. Viðtal Ólafs Geirssonar við Gest Þorgrímsson um fyrstu samsettu þættina. Strætisvagnar Reykjavíkur 25 ára. Frásögn Gests, viðtöl við Eirík Ásgeirsson forstjóra, Ólaf Þorgrímsson og Skúla Halldórsso skrifstofustjóra. Viðtal við Hlín Johnson í Herdísarvík, úr þættinum Um helgina, árið 1956. (Áður á dagskrá 2004)