Maxímús heimsækir hljómsveitina

Maxímús heimsækir hljómsveitina

Tónlistarmúsin Maxímús Músíkús villist inn á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem hún kynnist tónlistinni af eigin raun og leiðir hlustendur með sér inn í heillandi hljóðheim sinfóníuhljómsveitarinnar.

Á efnisskrá er tónlist úr ýmsum áttum, m.a. Bolero eftir Maurice Ravel og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns. Höfundur tónlistarævintýranna um Maxímús Músíkús er Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og eru tónleikarnir tileinkaðir minningu hennar.

Stjórnandi: Eva Ollikainen.

Sögumaður: Valur Freyr Einarsson.

Hljóðritað á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu 13. febrúar sl.